sunnudagur, mars 02, 2008

hæ hæ hæ og takk fyrir kveðjur og góðar óskir. þetta var svaka gaman, margt fólk og mikil gleði. mér sýndist fólk fara kátt heim nema leðurhanskinn sem einhver gleymdi.
allir nema nokkrir sem komu of seint fengu að smakka mat (fyrirgefið jessen-systur) og almennt sull í bjór og vínum átti sér stað. meiraðsegja var spilað á gítar og sungið áður en yfir lauk. við fengum rosalega mikið af fallegum blómum og nú lítur bæði santa maría og heimilið okkar út einsog blómabúðir. ef við lendum í vandræðum seljum við bara blómin og verðum rík.
þetta hefur annars gengið stórslysalaust fyrir sig. við opnuðum óvart á föstudaginn og um leið byrjaði að koma fólk. litlir hnökrar urðu á starfseminni, t.d. erum við ekki enn komin með adsl tengingu á posatækið þannig að það er allt í seðlum þangað til á morgun. eins gott að það er hraðbanki í skífunni. svo þarf ég að muna á morgun að kaupa rjóma, banana, jarðarber, súkkulaði og köku fyrir sykurháða.
nema hvað...ætli við verðum ekki í séðu og heyrðu á næstunni.... hehehe....loksins náði ég toppnum!

Engin ummæli: