fimmtudagur, mars 06, 2008

nú er mín bara í 200% vinnu. kennsla á morgnanna og santa á kveldin. ef tengdamóðirin myndi ekki vippa fötum í þvottavélina og leirtaui í uppþvottavélina á morgnanna áður en hún hlekkjar sig við eldavélina, væri heimili mitt í algjörri upplausn. en það hefur haldist ótrúlega frambærilegt þrátt fyrir daglegt brjálæði.
afkvæmin örlítið útundan hjá foreldrunum um þessar mundir, en þau fá því meiri athygli ammnanna og afans. ammanna. ömmanna. ömmnanna.
ég hef þó litlar áhyggjur af því að vera að skadda þau með nokkra vikna hamagangi. fólk hefur lifað af annað eins.

en mikið assgoti er orðið erfitt að vakna á morgnanna...

Engin ummæli: