þriðjudagur, mars 18, 2008

nú er hitinn loksins á undanhaldi meðal afkvæma minna og svo virðist sem þau geti snúið til eðlilegs lífernis hvað úr hverju. frumburðinum liggur meira á en síðburðinum að hitta vinina, enda hjörðin mikilvæg á þessum aldri. hann er sko 12 en alveg næstum því 13 að eigin sögn.
núna sit ég með slæðu á höfðinu, bleika kórónu yfir slæðunni, silfurlitaðar tátiljur danglandi framanaf fótunum og röndótta hanska, sem gera mér erfitt fyrir að skrifa. þetta allt til þess að hafa ofanaf fyrir þeirri litlu sem er að verða leið á heimilinu sínu.
og nú er ég líka með pínulítil bleik sólgleraugu.
ætli ég verði ekki að fara að sinna þessari elsku....

Engin ummæli: