sunnudagur, mars 30, 2008

loksins er mín orðin fræg. komin í fréttablaðið og allt. mér sýnist margir lesa það blað vegna þess að það hefur varla verið auður stóll á veitingastaðnum síðan greinin birtist. sem er gott og gaman. við urðum reyndar örlítið ringluð við að fá allt þetta fólk og misstum aðeins tökin en mér sýndust þó flestir fara sáttir út. við hættum allavega ekki að brosa og reyna.
á morgun verður lokað. vegna matarskorts og úrvindu.
svo brettum við upp ermarnar og hananú...
sem minnir mig á það. gekk upp laugaveginn í dag og þar sáum við tengdamóðirin forsetahjónin á leið inná sólon. rauk þá ekki tengdamóðirin á eftir þeim og bað um að fá að taka mynd af sér með þeim. á spænsku. þau spurðu hvaðan hún væri og hún sagðist vera frá mexíkó, sem hún er, og það þótti þeim greinilega gleðitíðindi. greip þá frú forsetafrú myndavélina mína og smellti af mynd af tengdamóðurinni og forsetanum. það hefði nú ekki verið verra að hafa hana með á myndinni. síðast þegar hún kom fékk hún klinton til að skrifa nafnið sitt á peysuna hennar. hún er öll í forsetunum.
en jæja, núna er klukkan að verða þrjú um nótt, kókkoffínið á leið úr blóðrásinni og ég er orðin stjörf af þreytu. vona bara að fæturnir beri mig alla leið í rúmið...

Engin ummæli: