sjáum fyrir okkur klósett. alveg ágætis klósett. ekkert merkileg græja svosem en sem hefur sinnt sínu hlutverki samviskusamlega árum saman.
í þetta klósett hefur verið kúkað og pissað, prumpað og gubbað. svo er sturtað niður og vatnið hreinsast. allt tilbúið fyrir næstu umferð. dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.
einn góðan veðurdag varð álagið meira en áður hafði verið á klósettið. fólk var komið með bullandi ræpu, gubbupest, vindgang og hlandspreng. og það var sturtað niður. og sturtað niður. aftur og aftur. endalaust. hægt og rólega varð vatnið gruggugra en það hafði áður verið eftir sturtun. og hlutir fóru að verða eftir í því. óhreinindi. smá klósettpappír hér og lítill kúkur þar. og það jókst þar til klósettið mátti ekki við meiru. það gat ekki sturtað lengur niður. það stíflaðist og kúkurinn, pissið og gubbið fór að leka uppúr því og valda skítafýlu og ógeði í kringum sig. og það hrópaði á hjálp en fékk ekkert nema meiri kúk.
klósettið litla á von á drullusokki. drullusokkurinn mun vonandi losa stífluna svo hægt verði að sturta niður og hreinsa til.
en þegar það gerist er klósettið að hugsa um að verða frekar bara pissuskál.
þetta var undarlegasta myndlíking sem ég hef séð. hvaðan kom þetta? ekki veit ég.
úr iðrum jarðar kannski....
mánudagur, mars 30, 2009
sunnudagur, mars 29, 2009
þessa dagana er ég rosalega reið. reið, sár og ýmislegt fleira.
eitt af því sem er að pirra mig er fólk sem tekur þátt í því að vera hrikaleg fórnarlömb og lúffar undan þrýstingi og stressi og gefur þannig í skyn að það hafi eitthvað á samviskunni. það er asnalegt. og það sem er asnalegast af öllu og mest pirrandi er þegar þetta fólk gerir mann að grýlu í augum annarra og hendir manni t.d. út úr fésbókinni sinni. hvaða djöfulsins rugl er þetta? hver andskotinn er ég eiginlega? vondi kallinn? hættulega konan? geðsjúki brjálæðingurinn?
á ég þá bara að þykjast hafa gert eitthvað slæmt og flytja í helli? má ég ekki treysta á að tíminn rói ölduganginn og að allt geti orðið eins og það var í upphafi eftir einhvern tíma? á ég að hýða mig á miðju lækjartorgi?
hvað er fokking málið?
eitt af því sem er að pirra mig er fólk sem tekur þátt í því að vera hrikaleg fórnarlömb og lúffar undan þrýstingi og stressi og gefur þannig í skyn að það hafi eitthvað á samviskunni. það er asnalegt. og það sem er asnalegast af öllu og mest pirrandi er þegar þetta fólk gerir mann að grýlu í augum annarra og hendir manni t.d. út úr fésbókinni sinni. hvaða djöfulsins rugl er þetta? hver andskotinn er ég eiginlega? vondi kallinn? hættulega konan? geðsjúki brjálæðingurinn?
á ég þá bara að þykjast hafa gert eitthvað slæmt og flytja í helli? má ég ekki treysta á að tíminn rói ölduganginn og að allt geti orðið eins og það var í upphafi eftir einhvern tíma? á ég að hýða mig á miðju lækjartorgi?
hvað er fokking málið?
mánudagur, mars 16, 2009
nú er ég loksins búin að snúa sólarhringnum á réttuna aftur, hætt að drekka bjór á virkum dögum og komin með fulla fimm. eða svona hér um bil.
karamba litla opnaði með stæl á föstudaginn og það var drukkið, dansað og spilað. ég tók í hristuna góðu og er að verða orðin góð í lófanum eftir barninginn. er alltaf aum í nokkra daga á eftir því ég verð svo æst að spila að ég ber sjálfa mig í lófann miskunnarlaust þar til ég verð marin og blá. ég ætti kannski að skreppa á hristuleikaranámskeið til að læra góða tækni.
nú er fátt eftir en að bíða og sjá og vona að ævintýrið gangi jafn vel og ævintýrið um hana söntu maríu sem er hress og kát. við erum með svo gott fólk í kringum okkur að ég get varla haft áhyggjur.
semsagt allt gott að frétta.
karamba litla opnaði með stæl á föstudaginn og það var drukkið, dansað og spilað. ég tók í hristuna góðu og er að verða orðin góð í lófanum eftir barninginn. er alltaf aum í nokkra daga á eftir því ég verð svo æst að spila að ég ber sjálfa mig í lófann miskunnarlaust þar til ég verð marin og blá. ég ætti kannski að skreppa á hristuleikaranámskeið til að læra góða tækni.
nú er fátt eftir en að bíða og sjá og vona að ævintýrið gangi jafn vel og ævintýrið um hana söntu maríu sem er hress og kát. við erum með svo gott fólk í kringum okkur að ég get varla haft áhyggjur.
semsagt allt gott að frétta.
þriðjudagur, mars 10, 2009
hananú.
hér sit ég með bjór í hönd annað kvöldið í röð. og já, það er virkur dagur, ég er mjög meðvituð um það. í kringum mig er fullt af listafólki sem málar og teiknar á veggi eins og það sé enginn morgundagur, eins og vindurinn og eins og það eigi lífið að leysa.
og nýi staðurinn lítur út fyrir að verða hrikalega skemmtilegur. ó já.
þetta er sko jarðhæðin á gamla 22 sem við hyggjumst opna á föstudaginn og þú mátt endilega kíkja við. vonandi verður þetta gleðibanki mikill. svona litla systir söntu maríu.
nú er ég líka búin að feisbúkka (það er ný sögn) atburðinn og bjóða fólki sem getur svo áfram boðið fólki.
en þá er ekki um margt annað að ræða en að opna annan bjór og halda áfram að dútla.
dútl er gott. dútl er líka skemmtilegt orð. dútl. ég er svoddan dútlari.
áður en ég fer langar mig að telja upp það sem er komið á staðinn skemmtilega:
bleikt skrímsli, fólk, matur, nammi, ís, málverk, lukku láki, eyra, rendur, skip, fánar, póstkort, ljósmyndir og litir. og það er meira á leiðinni.
stuð eða geðveiki? tja... dæmi hver fyrir sig. bara ekki dæma mig.
hér sit ég með bjór í hönd annað kvöldið í röð. og já, það er virkur dagur, ég er mjög meðvituð um það. í kringum mig er fullt af listafólki sem málar og teiknar á veggi eins og það sé enginn morgundagur, eins og vindurinn og eins og það eigi lífið að leysa.
og nýi staðurinn lítur út fyrir að verða hrikalega skemmtilegur. ó já.
þetta er sko jarðhæðin á gamla 22 sem við hyggjumst opna á föstudaginn og þú mátt endilega kíkja við. vonandi verður þetta gleðibanki mikill. svona litla systir söntu maríu.
nú er ég líka búin að feisbúkka (það er ný sögn) atburðinn og bjóða fólki sem getur svo áfram boðið fólki.
en þá er ekki um margt annað að ræða en að opna annan bjór og halda áfram að dútla.
dútl er gott. dútl er líka skemmtilegt orð. dútl. ég er svoddan dútlari.
áður en ég fer langar mig að telja upp það sem er komið á staðinn skemmtilega:
bleikt skrímsli, fólk, matur, nammi, ís, málverk, lukku láki, eyra, rendur, skip, fánar, póstkort, ljósmyndir og litir. og það er meira á leiðinni.
stuð eða geðveiki? tja... dæmi hver fyrir sig. bara ekki dæma mig.
sunnudagur, mars 08, 2009
hvort sem þú trúir því eða ekki þá er ég búin að vera hugsi um helgina. hugsi hugsi.
það er kannski ekki beint minn stíll en ég ákvað að breyta til bara þessa helgi og hugsa.
reyndar var ég næstum allan tímann að passa tvo litla dani sem höfðu hátt á dönsku en ég fór með skytturnar þrjár í sund, tvisvar, og þá náði ég meðal annars að hugsa.
ég skellti liðinu í laugina, laumaði mér í pottinn, lagðist útaf með eyrun ofaní vatninu og lét hugann reika um víðan völl.
mér finnst stundum voða gott að horfa uppí himininn og skynja hvað ég er lítil. þá fæ ég aðeins betri heildarsýn á líf mitt og tilveru. get hálfpartinn skoðað það ofanfrá. kannski er ég á einhverjum svona endurskoðunaraldri... ég veit það ekki. isabel allende, uppáhalds rithöfundurinn minn, segir að þetta sé sérstakur aldur. frú allende hefur aldrei rangt fyrir sér í mínum bókum. eða hennar bókum. eða æ þú veist...
nema hvað...
ég er voða mikið að skoða hvar ég stend. gagnvart öllu og öllum, en þó helst gagnvart sjálfri mér.
förum nú í tilefni dagsins yfir hvar-stendur-maja-listann:
ég held að ég standi ágætlega í vinnunni þó fastráðningunni sé svosem ekki fyrir að fara. mætti kannski vera aðeins skipulagðari og duglegri að undirbúa fram í tímann en það kemur með kalda vatninu. ég held amk. að nemendur séu almennt nokkuð sáttir
veitingastaðurinn gengur og vonandi mun nýi staðurinn gera það líka. ha? ó! var ég ekki búin að segja þér það? já, sko, u, við erum að opna bar/kaffihús í næsta húsi við okkur sjálf. var það mín hugmynd? reyndar ekki, eins ótrúlegt og það má virðast... en semsagt, það er líka að hluta til á minni risastóru könnu. bókhaldsutanumhald, tímatalning vegna launa, hugmyndasmíð, málningar- og skreytingavinna og utanumhald um geðheilsu framkvæmdastjórans.
einhverstaðar þarna inná milli á ég tvö börn með þarfir og ég á víst að vera að undirbúa fermingarveislu.
af og til tekst mér að grynnka á draslinu heima, skella í þvottavélar og skjótast í bónus svo að heimilishaldið hjakkar áfram þó svo að einstaka sinnum gleymist að kaupa mjólk. ég er reyndar haldin krónískri frestunaráráttu gagnvart fjallinu sem þarf að brjóta saman og liggur ofaná þvottavélaborðinu. en það kemur...
og þá er það hún ég. hvar stend ég í öllu þessu? það má almættið vita því varla veit ég það sjálf.
í heitapottinum í dag fór ég að hugsa um litlu hlutina sem veita mér gleði. þeir eru reyndar nokkuð margir, enda er ég glöð að eðlisfari. sem dæmi um stuð má nefna að ég fer samviskusamlega á kaffihús með vinkonunni og reyni mitt besta að hitta systurina en ég mætti reyndar vera duglegri að sinna foreldrunum og ömmunni...
ef ég á að vera hreinskilin þá gæli ég stundum við hugmyndina um hreinlega að snúa mér í hring og stinga af frá pakkanum. þá myndi ég bara gera það sem mig langar að gera fyrir mig. veita mér þá eigingirni að hugsa eingöngu um eigin tilfinningar, langanir og þarfir.
en svo opna ég augun og sé krakkana sem ég ber ábyrgð á tala dönsku og íslensku saman í lauginni og heyri þau kalla að þau þurfi að pissa og séu orðin svöng.
ég veit að ég valdi mér þetta líf sjálf og ég veit að ég þarf að standa undir væntingum, kröfum, ábyrgð og öllu því. og það er alveg hægt að hafa gaman af því líka.
en ég sá samt þegar ég horfði upp í himininn að lífið er ekkert líf án sjálfrar mín. ég verð að næra hugann og hjartað. að ég verð að gera hlutina sem eru skemmtilegir .
það er kannski ekki beint minn stíll en ég ákvað að breyta til bara þessa helgi og hugsa.
reyndar var ég næstum allan tímann að passa tvo litla dani sem höfðu hátt á dönsku en ég fór með skytturnar þrjár í sund, tvisvar, og þá náði ég meðal annars að hugsa.
ég skellti liðinu í laugina, laumaði mér í pottinn, lagðist útaf með eyrun ofaní vatninu og lét hugann reika um víðan völl.
mér finnst stundum voða gott að horfa uppí himininn og skynja hvað ég er lítil. þá fæ ég aðeins betri heildarsýn á líf mitt og tilveru. get hálfpartinn skoðað það ofanfrá. kannski er ég á einhverjum svona endurskoðunaraldri... ég veit það ekki. isabel allende, uppáhalds rithöfundurinn minn, segir að þetta sé sérstakur aldur. frú allende hefur aldrei rangt fyrir sér í mínum bókum. eða hennar bókum. eða æ þú veist...
nema hvað...
ég er voða mikið að skoða hvar ég stend. gagnvart öllu og öllum, en þó helst gagnvart sjálfri mér.
förum nú í tilefni dagsins yfir hvar-stendur-maja-listann:
ég held að ég standi ágætlega í vinnunni þó fastráðningunni sé svosem ekki fyrir að fara. mætti kannski vera aðeins skipulagðari og duglegri að undirbúa fram í tímann en það kemur með kalda vatninu. ég held amk. að nemendur séu almennt nokkuð sáttir
veitingastaðurinn gengur og vonandi mun nýi staðurinn gera það líka. ha? ó! var ég ekki búin að segja þér það? já, sko, u, við erum að opna bar/kaffihús í næsta húsi við okkur sjálf. var það mín hugmynd? reyndar ekki, eins ótrúlegt og það má virðast... en semsagt, það er líka að hluta til á minni risastóru könnu. bókhaldsutanumhald, tímatalning vegna launa, hugmyndasmíð, málningar- og skreytingavinna og utanumhald um geðheilsu framkvæmdastjórans.
einhverstaðar þarna inná milli á ég tvö börn með þarfir og ég á víst að vera að undirbúa fermingarveislu.
af og til tekst mér að grynnka á draslinu heima, skella í þvottavélar og skjótast í bónus svo að heimilishaldið hjakkar áfram þó svo að einstaka sinnum gleymist að kaupa mjólk. ég er reyndar haldin krónískri frestunaráráttu gagnvart fjallinu sem þarf að brjóta saman og liggur ofaná þvottavélaborðinu. en það kemur...
og þá er það hún ég. hvar stend ég í öllu þessu? það má almættið vita því varla veit ég það sjálf.
í heitapottinum í dag fór ég að hugsa um litlu hlutina sem veita mér gleði. þeir eru reyndar nokkuð margir, enda er ég glöð að eðlisfari. sem dæmi um stuð má nefna að ég fer samviskusamlega á kaffihús með vinkonunni og reyni mitt besta að hitta systurina en ég mætti reyndar vera duglegri að sinna foreldrunum og ömmunni...
ef ég á að vera hreinskilin þá gæli ég stundum við hugmyndina um hreinlega að snúa mér í hring og stinga af frá pakkanum. þá myndi ég bara gera það sem mig langar að gera fyrir mig. veita mér þá eigingirni að hugsa eingöngu um eigin tilfinningar, langanir og þarfir.
en svo opna ég augun og sé krakkana sem ég ber ábyrgð á tala dönsku og íslensku saman í lauginni og heyri þau kalla að þau þurfi að pissa og séu orðin svöng.
ég veit að ég valdi mér þetta líf sjálf og ég veit að ég þarf að standa undir væntingum, kröfum, ábyrgð og öllu því. og það er alveg hægt að hafa gaman af því líka.
en ég sá samt þegar ég horfði upp í himininn að lífið er ekkert líf án sjálfrar mín. ég verð að næra hugann og hjartað. að ég verð að gera hlutina sem eru skemmtilegir .
mánudagur, mars 02, 2009
af og til fæ ég ljótuna og leiðinleguna og engumþykirvæntummiguna. hormónatengdur andskoti. í þokkabót fæ ég snert af vanhæfunni, vitlausunni og vonlausunni. af sumum þekkt sem vaffin þrjú. af hverjum veit ég ekki þó. til að bæta gráu ofaná svart fæ ég líka feituna og gömluna.
sem betur fer varir ástandið stutt.
á meðan á því stendur þarf ég mikið á því að halda að komast í faðm. ætli ég verði ekki bara að eiga bangsa inni í skáp sem ég get kippt fram þegar ég þarf á að halda. hvar ætli ég fái svona bangsa?
sem betur fer varir ástandið stutt.
á meðan á því stendur þarf ég mikið á því að halda að komast í faðm. ætli ég verði ekki bara að eiga bangsa inni í skáp sem ég get kippt fram þegar ég þarf á að halda. hvar ætli ég fái svona bangsa?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)