þriðjudagur, mars 10, 2009

hananú.
hér sit ég með bjór í hönd annað kvöldið í röð. og já, það er virkur dagur, ég er mjög meðvituð um það. í kringum mig er fullt af listafólki sem málar og teiknar á veggi eins og það sé enginn morgundagur, eins og vindurinn og eins og það eigi lífið að leysa.
og nýi staðurinn lítur út fyrir að verða hrikalega skemmtilegur. ó já.
þetta er sko jarðhæðin á gamla 22 sem við hyggjumst opna á föstudaginn og þú mátt endilega kíkja við. vonandi verður þetta gleðibanki mikill. svona litla systir söntu maríu.

nú er ég líka búin að feisbúkka (það er ný sögn) atburðinn og bjóða fólki sem getur svo áfram boðið fólki.

en þá er ekki um margt annað að ræða en að opna annan bjór og halda áfram að dútla.
dútl er gott. dútl er líka skemmtilegt orð. dútl. ég er svoddan dútlari.

áður en ég fer langar mig að telja upp það sem er komið á staðinn skemmtilega:
bleikt skrímsli, fólk, matur, nammi, ís, málverk, lukku láki, eyra, rendur, skip, fánar, póstkort, ljósmyndir og litir. og það er meira á leiðinni.
stuð eða geðveiki? tja... dæmi hver fyrir sig. bara ekki dæma mig.

Engin ummæli: