sjáum fyrir okkur klósett. alveg ágætis klósett. ekkert merkileg græja svosem en sem hefur sinnt sínu hlutverki samviskusamlega árum saman.
í þetta klósett hefur verið kúkað og pissað, prumpað og gubbað. svo er sturtað niður og vatnið hreinsast. allt tilbúið fyrir næstu umferð. dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.
einn góðan veðurdag varð álagið meira en áður hafði verið á klósettið. fólk var komið með bullandi ræpu, gubbupest, vindgang og hlandspreng. og það var sturtað niður. og sturtað niður. aftur og aftur. endalaust. hægt og rólega varð vatnið gruggugra en það hafði áður verið eftir sturtun. og hlutir fóru að verða eftir í því. óhreinindi. smá klósettpappír hér og lítill kúkur þar. og það jókst þar til klósettið mátti ekki við meiru. það gat ekki sturtað lengur niður. það stíflaðist og kúkurinn, pissið og gubbið fór að leka uppúr því og valda skítafýlu og ógeði í kringum sig. og það hrópaði á hjálp en fékk ekkert nema meiri kúk.
klósettið litla á von á drullusokki. drullusokkurinn mun vonandi losa stífluna svo hægt verði að sturta niður og hreinsa til.
en þegar það gerist er klósettið að hugsa um að verða frekar bara pissuskál.
þetta var undarlegasta myndlíking sem ég hef séð. hvaðan kom þetta? ekki veit ég.
úr iðrum jarðar kannski....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli