sunnudagur, mars 29, 2009

þessa dagana er ég rosalega reið. reið, sár og ýmislegt fleira.
eitt af því sem er að pirra mig er fólk sem tekur þátt í því að vera hrikaleg fórnarlömb og lúffar undan þrýstingi og stressi og gefur þannig í skyn að það hafi eitthvað á samviskunni. það er asnalegt. og það sem er asnalegast af öllu og mest pirrandi er þegar þetta fólk gerir mann að grýlu í augum annarra og hendir manni t.d. út úr fésbókinni sinni. hvaða djöfulsins rugl er þetta? hver andskotinn er ég eiginlega? vondi kallinn? hættulega konan? geðsjúki brjálæðingurinn?
á ég þá bara að þykjast hafa gert eitthvað slæmt og flytja í helli? má ég ekki treysta á að tíminn rói ölduganginn og að allt geti orðið eins og það var í upphafi eftir einhvern tíma? á ég að hýða mig á miðju lækjartorgi?
hvað er fokking málið?

Engin ummæli: