mánudagur, mars 02, 2009

af og til fæ ég ljótuna og leiðinleguna og engumþykirvæntummiguna. hormónatengdur andskoti. í þokkabót fæ ég snert af vanhæfunni, vitlausunni og vonlausunni. af sumum þekkt sem vaffin þrjú. af hverjum veit ég ekki þó. til að bæta gráu ofaná svart fæ ég líka feituna og gömluna.
sem betur fer varir ástandið stutt.
á meðan á því stendur þarf ég mikið á því að halda að komast í faðm. ætli ég verði ekki bara að eiga bangsa inni í skáp sem ég get kippt fram þegar ég þarf á að halda. hvar ætli ég fái svona bangsa?

Engin ummæli: