nú er ég loksins búin að snúa sólarhringnum á réttuna aftur, hætt að drekka bjór á virkum dögum og komin með fulla fimm. eða svona hér um bil.
karamba litla opnaði með stæl á föstudaginn og það var drukkið, dansað og spilað. ég tók í hristuna góðu og er að verða orðin góð í lófanum eftir barninginn. er alltaf aum í nokkra daga á eftir því ég verð svo æst að spila að ég ber sjálfa mig í lófann miskunnarlaust þar til ég verð marin og blá. ég ætti kannski að skreppa á hristuleikaranámskeið til að læra góða tækni.
nú er fátt eftir en að bíða og sjá og vona að ævintýrið gangi jafn vel og ævintýrið um hana söntu maríu sem er hress og kát. við erum með svo gott fólk í kringum okkur að ég get varla haft áhyggjur.
semsagt allt gott að frétta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli