miðvikudagur, apríl 28, 2004

það er alveg á hreinu að sumir eru öðruvísi en aðrir. það að lesa blogg er pínulítið eins og að fá að kíkja inn í hausinn á öðru fólki. mikið óskaplega er sumt fólk með mikið af rusli í hausnum... (nod nod, know what I mean...)
en annars virðast þó flestir sem ég hef lesið hingað til vera fínasta fólk. ég er reyndar ekki víðförull lesandi, en ég hef sosum séð sitt lítið af hverju. ég er fegin að það skuli vera til góður slatti af gáfuðu fólki á íslandi. þá erum við örlítið öruggari að einhverju leiti/leyti? (talandi um gáfur.. ehemm) takk fyrir það gáfaða fólk... gáfur eru reyndar afstæðar. ég sjálf er td. góð í ýmsu en mis-hrikaleg í öðru. ég hef lengi talið mig vera góða í að hafa tilfinningu fyrir fólki. sumt fólk vekur enga þægilega tilfinningu og þá reyni ég svolítið að gefa séns, benefit of a doubt þangað til ég kynnist betur. en stundum er líka barasta ágætt að komast að því að þetta fólk eru hrein og bein fífl og brenglaðir vanvitar. þá fæ ég klapp á öxlina frá sjálfri mér.
fínt þetta að tala bara svona undir rós, rósir eru falleg blóm og klassísk.
það er heldur ekki öllum gefið að skrifa fallegt mál og rétt og svo sannarlega á ekki fyrir öllum að liggja að verða rithöfundar að ævistarfi. en það er nú önnur ella. annars er það merkilegt hvað það eru til margir ,,rithöfundar" á svona litlu landi.

ég segi nú bara pass.
nei-bréfin hafa náð yfirhöndinni og ég gefst upp
það er búið að læsa mig inni á skrifstofu og lyklinum hent í hafið.
ég mun aldrei komast héðan út.

Engin ummæli: