föstudagur, apríl 30, 2004

við hjónakornin skruppum í dómkirkjuna í gær að hlusta á KK. mikið er hann ljúfur tónlistarmaður. það eina sem mér fannst erfitt við að horfa á hann í kirkju er það að einhverra hluta vegna fæ ég alltaf hláturskast í kirkjum, það er eitthvað innbyggt í mér. nú og svo er greinilega bannað að hlæja í kirkjum svo að ég hlæ enn meira en ella. það er svona sársaukafullur óstöðvandi djúp-hlátur. voða góður fyrir sálina.
ég byrjaði sko að hlæja þegar ég sá svipinn á mínum þegar hann fattaði að það var tengdamóðir hans sem var að humma með lögunum. annars þarf ég yfirleitt óskaplega lítið til að fara að flissa svona í kirkjum. hrikalegt alveg. í jarðarförum get ég ekki hætt að gráta, það er alveg sama hvern er verið að jarða, ég bara sit og græt út í eitt, við öll önnur tækifæri fæ ég hláturskast. brúðkaup og skírnir... ekki nefna það! hvað ætli það sé við kirkjur sem gerir mig svona óstöðvandi í því sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það er hlátur eða grátur?
vinsamlegast skráið hugmyndir í gestabók.
svo er bara föstudagur í dag. dúdilíbúbab...
stráði grasfræjum í garðinn minn í gær. mikið assgoti skal hann verða fagur hjá mér. ég er nefnilega óvart þessi týpa sem hefur gaman af að gera fallega garða. eitthvað sem ég festist í þegar ég var verkstjóri í vinnuskólanum og endaði alltaf á að gera mest sjálf. krakkaskrattarnir voru í því að stinga af eða rífa kjaft yfir því að þurfa að vera á staðnum yfir höfuð. vona að það hafi ræst úr þeim.
best að fara að ljósrita... góða helgi

Engin ummæli: