miðvikudagur, apríl 21, 2004

kláraði da vinci lykilinn í gær. hún hoppaði á hápunktum alla leið, svaka spennó og svo í endann féll allt í dúnalogn. hún varð þannig ekki ein af þessum bókum sem ég hef lesið og finnst skítfúlt þegar kemur að síðustu blaðsíðunni. þessum sem fólk sér eftir að hafa klárað. en góð samt. greinilega mikið rannsakað efnið og grúskað. grúsk er einmitt minn tebolli. ég væri fín í svona antiques roadshow eins og er oft á discovery. leysa þrautir, grúska og finna svör og leysa leyndardóma. og svo málvísindi, tungumál og sögur. sagnfræði er líka góð að vissu leyti. þegar þessu öllu er blandað saman við samskipti við skemmtilegt fólk, frjáslegan vinnutíma, góð laun og plentí frí, þá er draumadjobbið mitt fundið.
Þeir sem fá hugmynd um starf vinsamlegast skrifið í gestabók.
fyrir utan það eru allir hressir bara. fékk sms frá lóu í pulsulandinu í gær. hún spjarar sig blessunin.
ég er hress fyrir utan smá verk í bakinu, þarna efst. þetta er skrifstofustólasetubólgan. krónískur andskoti

Engin ummæli: