mánudagur, apríl 05, 2004

jæja þá, nú er lesandinn minn barasta kominn í barnseignarfrí. hmmm... og lóan flogin suður á bóginn. hummdilídúda. pallastemming í minni í dag hérna inni á netsíðum. spurning kannski um að fara að hengja upp flyera með www.hryssa.blogspot.com he he he... djók.
svo er líka oft ágætt að spjalla bara aðeins við sjálfa sig. óneitanlega önnur stemming sem fylgir því, en allt í lagi líka.
þarf að færa hurð, sjónvarp, sækja ofn, hellur, hillur og bækur, raða í skáp, mála horn, kaupa ljós, skúra gólf, þvo glugga og vinna milljón. hausverkur.
ef þú skyldir slysast til að lesa þetta ertu einn á móti milljörðum fólks sem mun aldrei lesa þetta. ég er eiginlega bara núna að eyða upp internetplássi, sem hefði svosem bara verið notað í leiðbeiningar fyrir sprengjugerð eða barnaklám, svo það er kannski eins gott.
hjúkk að ég er að skrifa!

Engin ummæli: