miðvikudagur, október 13, 2004

djöfull er ég að fá ógeð á hversdagsleikanum. helvítis fastir liðir eins og venjulega daglega reglulega alltaf alltaf eins og klukka. svo les ég fréttablaðið til að sjá hvað er í sjónvarpinu, eða réttara sagt til að vera alveg viss um að ég kunni dagskránna örugglega utanað. kaupa mjólk og brauð og drasl í bónus með jöfnu millibili og allir komnir í rúmið á réttum tíma svo að ég geti einbeitt mér að sjónvarpinu þar sem allir eiga svo ógeðslega merkileg líf. oj hvað það er kominn tími til að hrista upp í öllu draslinu. við fjölskyldan höfum svosem verið þekkt fyrir að hrista með jöfnu millibili, enda haldin stöðnunarfóbíu mikilli. ég vil bara ekki trúa því að lífið geti runnið í gegn í fyrsta gír án þess að maður taki eftir því eða noti tímann. ég er nú við það að ljúka tæplega 1/3 hluta þess (miðað við hvað ég ætla að verða rosalega gömul) og það veldur mér áhyggjum. má ekki sofna og sökkva upp að hálsi í sleni. ég vil gera eitthvað skemmtilegt og magnað sem hristir upp í hverjum degi þannig að enginn verði eins. þá get ég notað fréttablaðið sem hvíld frá hamaganginum frekar en sem skemmtiatriði í sleninu.
eða kannski er þetta bara svefnleysið ....
eða kannski er þetta bara öfund í garð ykkar þarna sem eruð í útlöndum því hversdagslífið í útlöndum hljómar alltaf meira spennandi...

Engin ummæli: