nú er ég að fara með frumburðinn í tannréttingar og svo er ég að öllum líkindum að fara að eignast einbýlishús. hversu rík hljóma ég eiginlega? þetta er svosem hálfgert frauð því tannréttingarnar eru bara ódýrasta form af teygju til að mjaka kanínutönnunum aðeins afturábak og einbýlishúsið er engin villa á álftanesinu. en það er samt hús og verður vonandi mitt og þá á ég hús og garð og rifsberjarunna og rólu. þá vantar mig bara lítið bleikt grindverk og blómabala á tröppurnar. úff þetta er svo sætt. mér hlakkar svo til segir sá þágufallssjúki og ég tek undir það.
þegar ég var unglingsstúlka tíðkaðist að vera í bolum og peysum sem náðu niður í buxur og buxum sem náðu upp yfir nærbuxurnar. að þeirri tísku bý ég enn þann dag í dag þar sem ég er vön að vera amk í einni flík sem ég get girt ofaní eða utanyfir hina þannig að mér verði ekki kalt á millibilinu. svo hefur mér alltaf verið mjög illa við að nærbuxurnar mínar komi á einhvern hátt fram þegar ég er utan við veggi heimilisins.
þessi tíska hefur breyst og það mikið.
mér verður alltaf kalt þegar ég sé öll þessi millibil á þvælingi uppúr buxum sem rétt ná uppfyrir þríhyrninginn og niðurúr bolum sem varla hylja naflann. ekki truflar það mig síður þegar að vita í hvernig nærbuxum allir eru í kringum mig.
kann enginn að girða sig lengur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli