föstudagur, október 29, 2004

vúha. tappar í rössum og ræpur flæða ei meir í mínum húsum.
í gær-morgun hóf ég störf klukkan níu og lauk aftur augum mínum og bókum klukkan fimm í dag-morgun. þess á milli fór ég yfir verkefni og ritgerðir og samdi próf og gaf einkunnir og umsagnir. helvítis hellings haugur og helvítis hellings endaleysur af svörum, stafsetningarvillum og djöfulgangi. og ég er syfjuð. en er ekki illt í maganum.sem er gott.
í morgun framdi ég svo mitt fyrsta próf sem kennslukonan mikla. mér sýndust néméndur ágætlega sáttir, nema þeir sem ég veit að lærðu ekki neitt hvort eð er. þeir áttu ekkert að verða sáttir.
svei mér þá ef ég er ekki að ná tökum á þessum skratta... en það skal enginn segja mér að kennarar vinni ekki mikið. assgotinn sjálfur. hjúff.
og nú loksins þegar ég er búin að skila af mér fjalli ritgerða og spurninga og verkefna fékk ég í hendurnar fjall útfylltra prófa. einkunnin skal tilbúin á sunnudag. vessgú og góða helgi með það.
ég er farin í verkfall... eða kannski bara frekar að fá mér blund áður en ég dýfi mér ofaní prófabunkann.

skemmtilegt....en.....ekki framtíðarstarfið mitt. alveg á hreinu.

Engin ummæli: