fimmtudagur, október 21, 2004

í gærkvöldi horfði ég á americas next top model og svo horfði ég á extreme makeover. gerði það nú ekki meira fyrir sál mína en svo að ég fór að plokka á mér augabrúnirnar. ég hef áður plokkað eitt og eitt hár sem hafa stungið mjög í stúf en hef aldrei látið vaða í stóraðgerðir. í gær tók ég mig hinsvegar til og bjó til lögun á herlegheitin. ekki datt mér í hug að ég væri svona loðin yfir augunum. hárin hrundu í hrönnum og ég tók meira að segja í burtu einhvern helling sem hafði stundað það að vaxa á milli augnanna. eftir aðgerðina og þegar mér leist svo á að ég hefði plokkað nóg en ekki of mikið fór ég skælbrosandi fram og stillti mér upp fyrir framan makann.
hann horfði á mig í smá stund.
svo sagði hann ,,hvað"?
og ég brosti breiðar og sagði ,,haus"
hann horfði lengur og var orðinn á svipin eins og þegar hann grunar mig um að hafa snappað og orðið geðveik.
,,fyrir ofan nef" sagði ég...
,,varstu að klippa á þér toppinn?"
,,neibb"
,,varstu að mála þig?"
,,neibb" (spennt bros og geiflur)
,,af hverju ertu svona bólgin í kringum augabrúnirnar?"
,,ha? er ég bólgin?"...
svo stökk ég inn á bað og leit í spegilinn. rauðar og þrútnar augabrúnir blöstu við. ehe.... eins gott að gera þetta ekki aftur. bölvaður andskoti.
en er ég samt ekki fín?

Engin ummæli: