Plútó – appelsínugulur hundur?
Hverskonar erfðafræðilegt glundur er Guffi (Fettmúli)?
Ef Plútó er hundur, hvað er Guffi þá?
Af hverju talar Mikki mús eins og manneskja en Andrés önd eins og hann hafi lent í illa heppnaðri raddbandaaðgerð?
Hvar í fjandanum eru foreldrar Ripp, Rapp og Rupp?
Af hverju eru allar fígúrurnar í þessum teiknimyndum í hvítum hönskum?
Hvernig heldur páfagaukurinn Tweety jafnvægi með svona hrikalega stóran haus?
Hvað endist sléttuúlfur lengi án þess að borða? Af hverju eyðir hann svona miklu í ACME vörur til að veiða Roadrunner en fer ekki frekar og kaupir sér mat?
Af hverju hleypur Fred Flintstone alltaf endalaust framhjá sama húsinu ?
Ætli hann sé ekki kominn með ansi lélega fætur eftir þennan bíl sinn?
Hvaða lyfjum eru dvergarnir sjö á til þess að geta unnið í 20 tíma í námu og komið samt heim syngjandi?
Af hverju þurfti Rauðhetta að fá svona mörg hint til þess að fatta að amma hennar var í raun úlfur?, var hún á lyfjum eða er hún bara fáviti?
Hefur Rauðhetta eitthvað að gera með femínisma eða kommúnisma?
Af hverju rifna alltaf öll fötin utanaf Hulk nema gallabuxurnar? Eru þær úr teygjuefni?
Hverskonar pervertismi er eiginlega í prúðuleikurunum þar sem svín er alltaf að reyna við frosk?
hmmm...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli