mánudagur, janúar 03, 2005

ha, hvað? var einhver að tala við mig? ó, já, gleðilegt ár og allt það. ég er með hausinn fullan af stýrum eða stírum (ætli það séu ekki stírur) eftir fríið sem lauk semsagt í dag. fattaði mér til mikillar furðu að fullt af fólki var greinilega að vinna á milli jóla og nýárs (tíhí) og þar af leiðandi var inboxið mitt stútfullt af allskonar dótaríi, aðallega þó einhverjum plönum um samkomur, saumaklúbba og hádegisverði. sennilega er óþarft að nefna að ég er búin að missa af öllu draslinu sökum veraldarvefsleysis. sosum í lagi enda er ég búin að vera ansi upptekin við að lesa, horfa, vaka frameftir og sofa úteftir. frekar kósí. svo er ég líka komin á fjórðu bók í fimmtán bóka tungumálasjálfsnámi en ég er semsagt einhverra hluta vegna að rembast við að læra mexíkanskt indíánamál sem nefnist nahuatl. ekki spyrja mig hvers vegna en það er samt rosa gaman að geta lesið setningar sem líta einhvernvegin svona út: tlachaskjtlkjr efje jflskjfoeijrljlsjf og geta fattað að þær þýða td. þú ert ekki ormur, afarnir eru dádýr. fallegu konurnar sofa.
ansi skemmtilegt hreint. þá er bara eftir að finna einhvern til að æfa mig í samræðum. anyone?
svei mér þá ef mér finnst ekki skemmtilegast í heimi að stútfylla höfuðleðrið af upplýsingum og vitneskju sem ég hef lítið sem ekkert við að gera. það hefur amk hingað til reynst auðveldara og skemmtilegra en að læra allt draslið sem ég verð og þarf að læra. merkilegt nokk.
nema hvað. fékk lífið aftur í andlitið í dag. neyddist til að stilla vekjaraklukku í fyrsta sinn í rúmar 2 vikur, rífa mig undan heitu jólasænginni fyrir allar aldir (og fyrir hádegi!), og fara út í skítakulda, rok og skafl að skafa snjó af gaddfreðnum bílnum. fussumsvei.
eyddi deginum í að halda mér við efnið fyrir framan hóp af þunnum og svefndrukknum ungmennum sem mér sýnast varla hafa snefil af áhuga á að læra spænsku.
er ekki farið að styttast í páska?

Engin ummæli: