ég veit ekki hvað það er en ég fæ alltaf dúndrandi aulahroll þegar ég sé börn í grímubúningum syngja fyrir framan afgreiðslufólk.
mikið djöfulli er ég fegin að vera ekki að vinna á svona nammidreifingarstað í dag.
hvað varð annars um öskupokana? ekki reyna að segja mér að sá siður hafi lagst af einfaldlega vegna þess að það var hætt að selja beygjanlega títuprjóna. það væri þá lásí og ódýr siður ef hann hefur dáið af svona lélegum ástæðum.
þessi sönglandi sníkjudýr sem ráfa frosin um bæinn í dag hafa ábyggilega ekki einu sinni séð öskupoka, nema þá kannski á þjóðminjasafninu...
er ekki að verða málið að færa bara allt þetta grímubúningavesen yfir á halloween og klára alveg að taka kanann á draslið?
ekki það að mér þykir sosum vænt um öskudaginn, það er bara fjárans aulahrollurinn sem setur mig úr sambandi.
ég skal hætta að nöldra
Engin ummæli:
Skrifa ummæli