fimmtudagur, apríl 27, 2006

enn styttist í brottför og ég er búin að velja efnisminnstu fötin mín ofaní ferðatösku sem liggur bara og bíður. við erum öll orðin spennt, enda langt síðan börnin hittu hina fjölskylduna sína og það verður víst ýmislegt á dagskrá við komu okkar út. meðal annars er nánasta fjölskyldan (tengdaforeldrar, 3 stk. mágar, 3 stk. svilkonur og 4 stk. börn) á leið ásamt okkur í vikuferð til acapulco. going loco down in acapulco. skildi reyndar aldrei hvernig þeim tókst að láta þetta ríma, en hvað um það... þetta verður ansi fínt, flott hótel og piña colada og soleis.
merkilegur andskoti hvað þessi vika virðist annars ætla að vera lengi að líða...

annars er munnlegt próf á dagskrá í dag. merkilegt nokk þá er ég farin að skilja hvað þau segja og þau virðast meira að segja vera farin að skilja mig og umræðuefnin eru komin á mun hærra plan en þau voru í upphafi. og allt þetta á aðeins 4 mánuðum. gjöri aðrir betur.
blessaðir snillingarnir.

Engin ummæli: