nú er litla gula húsið ekki lengur mitt. búin að afhenda lykla og alles. þar fór það.
litla familían flutt inná innlendu foreldrana. það er alltaf ákveðið rask þrátt fyrir að í þessu tilfelli séu foreldrarnir hreint ágætis eintök. það er bara alltaf eitthvað við að flytja inná aðra....þið vitið hvað ég á við.
en jæja, ferðatöskuástandið á sosum ekki eftir að vara lengi, ekki nema fram í ágúst (upphrópunarmerki).
djöfull á ég eftir að vera orðin þreytt á að eiga ekki fastan samastað. en þó er ekki svo illu aflokið að ekki fáist eitthvað eigi svo alslæmt, en við munum semsagt eyða sumrinu í föðurlandi föður barna minna og föðurfjölskyldu þeirra og þar verður nú engin þörf á föðurlandi enda hitinn þetta í kringum þrjátíu stigin (gef og tak).
nema hvað. nú er ég á leið í bíó.
góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli