horfði á tvo tíma af samsæriskenningum um ellefta september í gær. samsæriskenningasmiðir virka yfirleitt frekar klikkaðir, svona svipað og ofsatrúarfólk, að mínu mati.
ég er samt svo meðvirk að lendi ég í ágætlega vel rökfærðum samsæriskenningum gæti ég alveg fallið fyrir þeim. skipti svo um skoðun um leið og ég heyri góð rök gegn kenningunni. og snúa sér í hring.
hvernig er hægt að hætta að vera meðvirkur? eða er nauðsynlegt að hafa meðvirkt fólk í heiminum og á ég bara að vera áfram svona?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli