þriðjudagur, apríl 25, 2006

í gær bloggaði ég eins og ég ætti lífið að leysa. svo fékk ég villumeldingu og allar mínar hugsanir hurfu eins og dögg fyrir sólu. það tók mig þónokkra stund að ná heilli hugsun aftur inn í höfuðið á mér.
já ég veit að ég hefði átt að gera þetta í word fyrst. fyrr má nú um kenna en af læra segi ég nú bara.
hér í vinnunni er allt að verða vitlaust, nema auðvitað nemendurnir sem verða gáfaðri með degi hverjum. við hömumst við að fylla þau af fróðleik ýmiskonar og þau hamast við að kvarta yfir því hvað er mikið að gera. hnuss segi ég nú bara. þetta á að heita undirbúningur undir háskóla þar sem hver og einn fær að hanga í lausu lofti algerlega á eigin forsendum og hluti þjálfunar þeirrar sem ég þykist vera að veita felst í því að brúa bilið á milli grunnskóla og háskóla. fólk þarf að kunna að bera sig eftir björginni.
ólafur reið með björgum fram.

rétt rúm vika í brottför. sjiiiiiiiiit hvað ég hlakka til.

Engin ummæli: