miðvikudagur, apríl 19, 2006

mín komin aftur á vinnustað. já og ég skrifa viljandi allt með lágstöfum, það er sko stíll. svona halldórslaxnesstælarnir mínir.
nema hvað... styttist í langa sumarið og mér hlakkar svog til að komast úr landi eins og eitt ögnarblik. það eru víst einar þrjátíu gráður á áfangastað. áætlað er að keyra um landið, líklega niður til guatemala, en mér skilst að í chiapas héraði sé hitinn um og yfir fjörutíu gráðurnar.
púff segi ég og svitna í handarkrikunum.

frímínútur búnar. farin að vinna.

Engin ummæli: