mánudagur, apríl 07, 2008

ég held að við séum búin að fatta trikkið. ástæðan fyrir trikkleitinni var sú að við virtumst ekki ráða við fullan veitingastað. eldhúsið er svo lítið að það fór allt í steik (afsakið pönnið) þegar staðurinn fylltist. og sumir þurftu að bíða lengi. og sumir fóru í fýlu af því að þeir þurftu að bíða lengi. og ég verð svakalega stressuð þegar fólk verður fúlt. var farin að fela mig á bakvið barinn og þykjast vera að raða í ísskápana niðri við gólf.
á laugardaginn prófuðum við að fækka borðum. hafa bara slatta færra fólk, láta þá sem komu vita sirka hversu lengi þyrfti að bíða eftir mat og svoleis og þetta gekk bara svona þrusuvel. í lokin var annar þjónninn farinn að spila á gítar og gestirnir að syngja og stemmingin skrambi fín. og allir brostu.
þannig að.... þetta er allt að koma krakkar mínir. allt að koma....

Engin ummæli: