miðvikudagur, apríl 16, 2008

ég skal nú bara segja ykkur það. þjóðernunum fjölgar eins og óð fluga á söntu maríu. í dag eru þarna fyrir utan brasilísku systurnar, kólumbíumanninn, mexíkanann, litháensku stelpuna og þá bandarísku, spænsk stúlka, ítalskur strákur, pólsk stelpa, ein frá uganda sem er að prófa í dag og annar frá guatemala sem ætlar að prófa eftir helgi. nú og svo auðvitað hún ég. einn kúbanskur vann í smá tíma, gekk reyndar ekki alveg upp, og tyrkneska konan treysti sér ekki í hamaganginn í eldhúsinu frekar en sú sænska í vinnutímann.
ég er búin að koma mér upp svona einkabrandara sem ég stunda þarna á staðnum. hann er sko þannig að ég hleyp inn eða niður í eldhús alvarleg á svip og helst með roð í kinnum og öskra: útlendingaeftirlitið, löggan er að koma! svo hlæ ég alveg ógurlega og slæ mér á lær þar sem ég fylgist með liðinu hlaupa og fela sig undir borðum og inní skápum. svo segi ég: djók men, æm djöst djóking....hahahaha.... good on you gæjs...hahaha...jú þot ðe pólís vos komming end jor feis vos só fönní ......... hahahaha.......... æm prótekting jú fromm ðe pólís es long es jú pei mí ðe próteksjon monní. nó vörrís men.
og þá róast liðið og svo hlæja þau með mér því þau vita hvað ég er mikill djókari.
rosa gaman að þessum útlendingum maður.

Engin ummæli: