þriðjudagur, janúar 27, 2004

ég er alltaf að flækja mig betur og betur inní svona fullorðinsheimsorðanotkunarhugtakasplettsplattnetum. núna er ég td að bíða eftir að fasteignasalinn hringi til að segja mér fréttir af kauptilboðinu (orð nr.1) sem ég gerði í gær. nú það gæti komið móttilboð (orð nr.2), eða gæti þetta leitt til kaupsamnings (orð nr. 3). Þá er ekki um annað að ræða en að klára greiðslumatið (orð nr.4), verða sér úti um viðbótarlán (orð nr. 5), húsbréfalán (orð nr.6), sem eigi má fara yfir 85% af brunabótamati (orð nr. 7) fasteignarinnar eða 70% af verðmati (orð nr. 8) fasteignasala, og þá fæst viðbótarlánið hjá félagsstofnun því við tilheyrum tekjulága almúganum. nú og svo verð ég að redda 10% af kaupverðinu (orð nr.9) og vona að greiðslubyrðin (orð nr. 10) fari ekki uppúr öllu valdi þegar ég hef tekið með í reikninginn hluti eins og brunatryggingu (orð nr. 11), fasteignagjöld (orð nr. 12), hita og rafmagn.
annars er ég orðin fjandi klók í þessu öllu saman eftir að ég fór að vinna sem persónuleika- og skoðunarlaus skrifstofublók í lífeyrissjóði. ef þið viljið leiðbeiningar um frumskóginn skal ég gera mitt besta...

Engin ummæli: