fimmtudagur, janúar 29, 2004

nú jæja, ég sat í 3 tíma í gær á námskeiði, tók áhugasviðskönnun og komst að því að ég á ekki að verða læknir, pípari, vísindakona, viðskiptafræðingur eða vinna á skrifstofu. jasso, þar með hefur verið staðfest það sem ég vissi olalong. ég er á svo rangri hillu að það er ekki einu sinni hilla, það er bara eitthvað skrattans skúmaskot og sprunga í vegginn. ég fékk best í því sem gerir fólk að góðum tungumálakennurum og allskyns bókmenntadútlurum og skrifurum...sannar bara það sem hefur verið að brjótast um í mér (sko áhuginn, ekki þar með sagt að ég hafi nauðsynlega hæfileika..). en ég á svooo stóran bunka af bréfum sem segja: kæra María, við þökkum áhugann sem þú sýnir starfsemi okkar en því miður hefur verið ráðið í allar stöður. við vildum þó eiga umsóknina þína ef annað býðst, kærar kveðjur, ble ble og gubbusull.
ég hef sótt um auglýst og óauglýst störf sem mér þykja áhugaverð, ég hef boðist til að vinna hálfpartinn ókeypis, en nei. hurð eftir hurð er skellt í andlitið á manni, þú hefur ekki reynslu... hvar í andskotanum á ég að fá reynslu ef ég fæ ekkert að gera?! svo panikkar maður, visareikningur á leiðinni en ekkert kaup, tek hvaða vinnu sem er, fæ séns á skrifstofu í skráningu og obbosí, áður en ég veit af eru liðin 2 ár og ég ennþá við sama skrifborðið með fulla skúffu af post-its, artline pennum rauðum og grænum, heftum af minnstu gerð og kúlupennum frá kaupþingi og sjálfstæðisflokknum. (reyndar búin að líma yfir lógóið á þeim sökum fordóma.. he he)
en semsagt, þetta er árið sem ég ætla að nota í að umturna. ég er að byrja að umturna. umturn, ég er á leiðinni....
ps. horfði á extreme makeover í gær á stöð 2+, allgjör snilld að geta horft á sjónvarpið eftirá... nema hvað, þessi þáttur gerir það alltaf að verkum að ég verð bara assgoti ánægð með eigið nef, nabbla, bumbu og rass. gæti verið mihiklu verra... takk fyrir að skila mér hluta af sjálfstraustinu hollywood!

Engin ummæli: