ég er búin að vera að lesa allskonar blogg, flakka á milli linka af einu bloggi á annað. dreymdi reyndar aldrei um að eiga eftir að dýfa hausnum inn í þennan heim... gaman að sjá hvað fólk er misjafnt. allt í einu finnst mér ég vera ein ó-fyndnasta manneskja norðan alpafjalla. en well, kannski þjálfast hnyttnin upp í manni, kannski verð ég bara svona ekkertrosalegafyndinn bloggari, eða kannski er ég óvart fyndin án þess að vita það... mmm... en sennilega þó ekki. sá á einhverju bloggi hjá einhverri sem heitir eitthvað, sem þekkir systur mína að hún minntist á að systir mín ætti systur sem væri að blogga. og það er ég! sverða, ég held alveg bara að ég hafi roðnað.
svo ætti maður kannski að fara að skrá niður daglega atburði, svo þetta apparat uppfylli nú tilgang sinn sem dagbók... nú jæja, í dag sagði ég gamalli konu að hún ætti 420 þúsund krónur í kaupþingi, það var sko það sem þeir sögðu mér, en svo hringdu þeir í hana og sögðu það eigi rétt...nú aumingja konan er alveg ringl og ég skil ekki þetta sýstem. mikið djööööhöfulli er dagurinn lengi að líða!.... svo á eftir vinnu fer ég til pabba að útbúa virðisaukaskattskýrslu. bleh, ég sem ætlaði aldrei að nota svona orð þegar ég yrði stór... eins gott að ég er ekki enn orðin stór.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli