föstudagur, janúar 30, 2004

ég er ábyggilega mest pirrandi skrifstofustarfskona ever í augnablikinu. þetta er sko lítill vinnustaður, við erum fá að vinna, hvert við sína tölvu, síminn hringir lítið, fáir koma inn og enginn er að hlusta á útvarp. semsagt mikil þögn fyrir utan smá tik tok tak í lyklaborðunum. svo sit ég svona föstudags-sæt-og-fín einhverstaðar nálægt miðju og er með þennan drullufína hikksta í dolbísteríó sem vill ekki fara. ég er ábyggilega búin að hikksta í hálftíma og get ekki ímyndað mér að það sé mikið fyndið áheyrnar lengur... en ég get ekki hætt. búin að drekka vatn með hausinn á milli hnjánna, halda í mér andanum og allt, en hikkstahelvítið er þarna enn. ábyggilega svipað skemmtilegt og þegar einhver er með krónískan hósta. mér finnst hikkstar reyndar alltaf voða sniðugir. ekki er það þó gott því ég efast ekki um að allir hinir heyri kæft flissið í mér á eftir hverju hikki. ég er kannski nett hljóðmengandi ákkúrat núna en ég er amk ekki að eitra fyrir lýðnum með skítafýlu eins og ónefnt yngra afkvæmi prumpuvænna foreldra minna gerir.... he he he he he...............
HIKK!

Engin ummæli: