rosalega er alltaf þægilegt þegar yfirmenn fara. einhverra hluta vegna gerist eitthvað, algerlega óútskýranlegt, þegar manneskjan með "valdið" fer. allir eru sammála þessu, enginn veit af hverju því þetta eru nú oft ágætustu skinn, en samt... við hin sitjum eftir mun afslappaðri, kíkjum á tölvupóstinn aðeins lengur en venjulega, skellum jafnvel upp eins og einum kapli á skjáinn... mmm... gott.
núna er minn td. farinn og ég búin með helstu verkefni. best þá bara að skrifa um ekkert. hey! klukkan er 12:34. ég óska mér...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli