miðvikudagur, janúar 28, 2004
ég er kengbilandipikkrammskítaföst í óendanlega yfirþyrmandi alvegaðverðaþrítug krísunni. ég hugsa daglega um að gera nú loksins eitthvað, drulla mér til að slökkva á sjónvarpinu eftir að ég kem heim úr vinnunni og nýta helvítis tímann sem lekur útúr höndunum á mér eins og vatn í sigti. ég ætlaði aldrei að vinna á skrifstofu, nú og þá verð ég að gera eitthvað til að breyta því...ég ætlaði aldrei að vinna með tölur, nú og þá verð ég að gera eitthvað til að breyta því...ég ætlaði aldrei að vera föst fyrir framan tölvu í 8 klst á dag, nú og þá verð ég að gera eitthvað til að breyta því.... og svo geri ég andskotann aldrei nokkurn helvítis skapaðan hlut til að breyta neinu. svo verð ég bara meira og meira pirruð við sjálfa mig og þrítugsafmælið segir tikk takk tikk takk og ég svara "lífeyrissjóður góðan daginn" og brosi með röddinni, fer heim með heilann í mauki eftir að stara á tölvuskjá og heiti því innra með mér eina ferðina enn að "nú skal ég taka u-beygju". jamm og jæja, og hér er ég enn.... en góðu fréttirnar eru þær að í kvöld er ég að fara á stutt námskeið sem heitir "er ég á réttri leið" og þar ætla ég að læra að taka u-beygjur... eða amk að læra að leggja...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli