hasar á hverfisgötunni. 1.kafli.
maría vaknaði á sunnudagsmorgni. úff... hugsaði hún, skítlegt að þurfa að fara í vinnuna... en jæja, það gerist svosem ekki oft um helgar... hún lét sig leka undan sænginni niður á kalt gólfið, en stökk svo á ógnar hraða aftur undir sæng þegar bakspikið snerti ískalt plastparketið. snöggar hreyfingarnar komu blóðinu af stað svo hún stóð upp og gerði sig tilbúna til að fara í bað. hún hefði viljað fara í sturtu, en enginn á heimilinu hafði hingað til verið nógu framtakssamur til þess að hengja sturtuhengið upp eða festingu fyrir sturtuhausinn því baðkarið var undir súð og það tók örlítið meira á heilafrumurnar að hengja þetta upp undir slíkum kringumstæðum. á heimili maríu var sjaldan reynt meira á heilann en brýnasta þörf var á.
María var ekki lengi í baði. hún þvoði á sér hárið og húðina, og var ekkert að hafa fyrir því að raka á sér leggina því slíkt pjatt var löngu hætt að skipta hana máli (réttara sagt nennti hún því ekki á meðan hún hafði ekki aðgang að sturtu því henni þótti ekki fýsilegur kostur að baða sig í eigin fótleggjahárastubbum).
Að baðinu loknu setti hún ólívukrem á andlitið, ilmvatn í hálsakotið og greiddi flókana úr síðu hárinu. svo klæddi hún sig í buxur og peysu, óskaplega kasjúalt á annars heimilislegum sunnudegi. þegar hún var tilbúin til þess að leggja af stað í vinnuna varð henni á að líta út um baðherbergisgluggann sem er sá eini í íbúðinni sem snýr út að bílastæðinu og garðinum. á bílastæðinu voru bílar nágrannans en ekki litla ryðgaða toyotan sem hún og makinn höfðu keypt sér fyrir 150.000 kall í fyrra. maría gólaði á makann að hringja strax í þann sem hefði fengið bílinn lánaðan, en makinn kannaðist ekkert við að hafa lánað bílinn. eftir nokkur símtöl komust þau að því að bíllin var hreinlega ekki í láni. honum hafði verið stolið!
(til að fá framhald af þessari sönnu glæpasögu, vinsamlegast skrifið í gestabókina mína að þið hafið áhuga og þá skal ég halda áfram... og þetta kallast gestabókarskrifamútur... he he)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli