föstudagur, nóvember 12, 2004

frumburðurinn minn var einu sinni uþb 4 ára. eitthvert skiptið sat hann lengi hugsi. að lokum hóf hann upp raust sína.
,,mamma"
,,já"
,,pabbi er frá mexíkó og þar er heitt"
,,já"
,,þá er hann heitur"
,,jamm"
,,þú ert frá íslandi"
,,passar"
,,þar er kalt"
,,yfirleitt já"
,,þá ert þú köld"
,,peh"
,,ég er frá íslandi og mexíkó á sama tíma"
,,já einmitt"
...,,ég held að ég sé volgur"...

Engin ummæli: