sumt fólk...ha...jesús minn...alveg hreint...haa... hvers vegna tala sumir við útlendinga, börn og aðra furðufugla eins og þeir séu heimskir? (þetta með furðufuglana var sko vísvitandi)
fólk hægir á talandanum, segir öll orð ó-s-k-a-p-l-e-g-a skýrt og talar helst líka með höndunum svo að setningarnar komist örugglega til skila. svo er munnurinn hreyfður örlítið meira en venjulega í þeim tilgangi að málfatlaðir geti kannski mögulega líka lesið varir, svona in keis ef táknmálið og skýrleikinn eru ekki að virka ein og sér. tóntegundin er oftar en ekki svolítið ,,stundarinnar okkar" - kennd sem er aðeins meira retarded í ofanálag. þetta tungumál er oft talað við útlendinga, sama hversu vel þeir svara fyrir sig á íslensku, lítil börn, blinda, lamaða og fatlaða. og örugglega fleiri sem ég kann ekki að nefna.
ég er svosem haldin mínum eigins fordómum gagnvart ákveðnum hópum (lesist öfga-hægrisinnuðum-trúarofstækis-bandaríkjamönnum-og-þeim-sem-halda-álíka-skoðunum-á-lofti). en ég tala ekki við neinn eins og hann sé fáviti. vonandi.
svo að ég sé algerlega hreinskilin tók ég eftir votti af eigin fordómum og almennri heimsku hér fyrir svosem eins og korteri síðan. þá kom hingað inn lágvaxin kona af asískum uppruna. konan sú talaði alveg íslensku en þó með mjög sterkum hreim sem gerði íslenskuna örlítið óskýra í framburði.
nema hvað, ég var alveg á nippinu með að hrökkva í hægtalandi og s-k-ý-r-a gírinn en stóð mig að verki áður en ég opnaði munnin og tók þá frekar þann pólinn í hæðina að tala við hana eins og ef væri hún frá tálknafirði. það gekk hreint út sagt eins og í smurðri sögu og ég tel mig nokkuð vissa um að engins einskis misskilnings hafi gætt.
fordómarnir sem ég stóð mig þarna að fólust í því að ég var næstum því farin að tala við hana eins og hún kynni ekki almennilega íslensku án þess að þekkja hvorki haus né sporð á henni og hafa í raun ekki hugmynd um hvort það væri fótur fyrir þeim dómi mínum. þarna for-dæmdi ég konu sem gerði ekkert annað en að hafa asískt andlit.
ég tók samt eftir því og kveikti á meðvitundinni. af því er ég stoltari en hinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli