þriðjudagur, nóvember 30, 2004

ég vona svo sannarlega að allir heimilismeðlimir komist heilir á húfi í gegnum daginn og enginn þurfi á læknishjálp að halda, enda er makinn þrítugur í dag. ég vona að þetta með óheppilegu stórafmælisdagana sé frekar undantekning en regla, en því munum við ekki komast að fyrr en þessi dagur er á enda runninn.
á næsta ári munum við svo halda uppá einstugsafmæli. er það stórafmæli eða smáafmæli?

í morgun sungum við mæðgin þrjú með kerti í fanginu fyrir ammlisbarnið bæði á spænsku og íslensku og við gáfum honum pakka.
aulabárðurinn ég keypti á hann skó sem reyndust of litlir. alveg gæti ég barið sjálfa mig í andlitið fyrir að vera svona mikill afmælispúper en þar sem mér þykir ósköp vænt um andlitið mitt mun ég samt sem áður sleppa barningnum. samt svekkt.

á spænsku er hægt að syngja þetta venjulega afmælislag sem allir virðast syngja amk í vestræna heiminum og flestir virðast syngja falskt. en á spænsku er líka hægt að syngja annað afmælislag sem mér finnst miklu fallegra og skemmtilegra og þar sem ég er í svo miklum hátíðarsköpum í dag ætla ég að láta það fylgja með í beinni þýðingu míns sjálfs. (hátíðarsköpin koma líka til af því að ég hef eytt morgninum í að jólaofskreyta þennan risastóra geymi sem starfsstaðurinn minn er og það er búið að vera voða gaman.
lag:
þetta eru litlu morgnarnir sem davíð kóngur söng
fyrir sætu stelpurnar/strákana (fer eftir afmælisbarni) syngjum við svona
vaknaðu mín kæra/kæri vaknaðu sjáðu það er kominn dagur
og litlu fuglarnir syngja, tunglið hefur falið sig

eða eitthvað svoleiðis...