föstudagur, nóvember 05, 2004

ég er með stöð tvö og fjölvarpið. ekki vegna þess að ég er svo rík heldur vegna þess að ég þarf ekki að borga það sjálf... löng saga... nema hvað, í fyrradag þótti mér ansi margar stöðvar vera dottnar út og þar sem ég er góðu vön vil ég að sjálfsögðu hafa allar stöðvarnar inni, þó svo að ég horfi svosem aldrei á neitt af þessu. það er bara svo pirrandi að hafa ekki eitthvað sem maður tekur sem gefnum hlut sem svo bara hverfur án þess að spyrja kóng eða prest. nema hvað, ég hringdi í þjónustuver stöðvar tvö og spurðist fyrir um afdrif stöðvanna sem ég semsagt hef aldrei horft á en vil samt hafa áfram af prinsíp-ástæðum. (annars er sko verið að svindla á aðilanum sem borgar brúsann þó svo að hann hefði hvort eð er aldrei horft á þetta sjálfur heldur). nú er ég sko í prinsípp-buxunum.
nema hvað... símsvarastúlkan tjáði mér að nú þyrfti ég að drífa mig uppeftir að skila gamla afruglaranum og fá nýju digital-ísland-græjuna. bölvað tæknifuður alltafhreint. svo eyddi hún einhverjum smá tíma í að útskýra örlítið fyrir mér hvernig þetta virkaði alltsaman. að lokum spurði hún mig hvort ég ætti nú ekki eiginmann eða einhvern karlmann í kringum mig sem gæti séð um að tengja og stilla græjuna.
- say no more -

Engin ummæli: