ég er nefnilega að kenna félagsfræði þessa dagana skal ég segja ykkur. það er vandþræddur stígur á þessum síðustu og verstu tímum. ég er nottla hlutlaus vísindakona sem reynir að halda skoðunum míns eigins í skefjum og ræða hluti á málefnalegan hátt. það gengur sosum fínt. ég er tel mig vera búin að sigta út helstu áhættuhópana og nú er ég farin að vara mig á flest öllu sem gæti mögulega tæknilega komið illa við einhvern. án þess þó að hætta að tala. það sem gæti líka komið illa við einhvern tala ég alveg um samt en þá á þann hátt að áhættuhópameðlimir geti jafnvel brosað og gagnrýnt á uppbyggjandi hátt eigin aðstæður og hegðun.
fólk er vandmeðfarið.
ég er farin að hallast að því að eitt sterkasta vopn mitt við allflestar aðstæður og ekki síst í kennslunni sé húmor. lengi lifi hann.
eins og sjá má er skáldagyðjan á lágu plani í dag enda enda endalok á tilfinningaþrunginni langri og þreytandi viku. (sjá eldri afmælisvonbrigða og slysafærslu)
ég er samt að skríða og skreppa saman og allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. nú er horfið norðurland nú á ég hvergi heima.
eða ?
hér með auglýsi ég eftir upplífgandi hressilegum degi sem kemur á óvart.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli