föstudagur, ágúst 12, 2005

og nú er ég öll hvítklístruð á fingrunum vegna þess að makinn ákvað í einhverskonar sparnaðarkasti að kaupa ekki terpentínuna sem ég otaði að honum þar sem við stóðum í málningarbúð og fjárfestum í viðarvörn fyrir innganginn. klístrið er þó eiginlega meira hvíta lakkinu að kenna sem ég klístraði á gluggakarmana inni á nýgræna stigaganginum mínum þar sem ég stóð á tröppum í tröppum með lofthræðsluhnút í maganum, lakkdós í einni, aumingjalegasta pensil í heimi í hinni og tunguna út um munnvikið.
heimilið mitt er að verða voða fínt. ætli ég panti ekki barasta pítsu í tilefni dagsins og dugnaðarins.

og nú vil ég biðja ykkur foreldra stúlkubarna um að ráðleggja mér. hvernig er hægt að losna við króníska klobbalykt af litlum koppanotandi stúlkum sem fara þó í bað daglega?

Engin ummæli: