þriðjudagur, ágúst 30, 2005

ef einhver veit um bakvöðvagjafa þá vinsamlegast látið þá hafa samband við mig í gegnum athugasemdakerfið. mig vantar þessa þarna sem liggja á milli herðablaðanna og valda tölvuviðsetuverkjum. ég er alltaf að reyna að flikka uppá þá sem mér voru gefnir í móðurkviði en þeir eru bara ekki alveg að gera sig. skítt að þessir skrattar komi ekki með ábyrgð og skiptimiða.

ég var að lesa óskaplega skemmtilega bók um félagsfræði en hún var rituð einhverntíman á sjötta eða sjöunda áratugnum. nema hvað að þar er talað um andlegt hispursleysi. þetta þótti mér hljóma svo skemmtilega og spennandi að ég skrifaði það á töfluna hér við hlið skrifborðs míns og svo glotti ég við og við þegar ég rek augun í andlega hispursleysið. hinsvegar get ég ekki alveg sagt að ég skilji hvað felst í orðunum að öllu leyti. hvernig mynduð þið skilgreina andlegt hispursleysi? er það gott eða vont?

jæja, nú er ég orðin hungurmorða og þá er best að borða, fá sér forða án þess að einskorða sig við samlokuborðið, nú hef ég orðið og játa á mig morðið á gamla bílnum.

sjitt hvað ég er lélegur rappari....

Engin ummæli: