fimmtudagur, ágúst 25, 2005

tölvan mín dó. það var víst vatninu að kenna sem sullaðist yfir hana um daginn. síðan þá hefur hún verið að veslast upp greyið og í gær drukknaði hún endanlega.
blessuð sé minning hennar.
en harði diskurinn er í lagi svo að upplýsingunum mínum er borgið. heill sé himnunum og þökk sé sófóklesi og lengi lifi allir heilagir andar og veðranna guðir og verndandi englar og gæfunnar smiðir.
landsins æskulýður og aðrir þroskaðir lesendur, lærið af fyrrverandi yfirvofandi katastrófu í lífi mínu áður en hún mun ná að læsa klóm sínum beittum í hold yðar þaðan sem ljúfustu tónar munu eigi ná að tæla hana og fá hana til að sleppa af yður hvössu sársaukafullu takinu og óáreitt mun að endingu draga yður til andlegs dauða og sálarlegrar eymdar.
vistið reglulega upplýsingar yðar úr rafeindaskjátölvubúnaði og eigið afrit af öllu því er þér megið ómögulega missa.
munið boðorðið, því meira sem eigið þér á diski hörðum, því gífurlegri hættan á háu falli af himnum ofan. nema himnarnir hrynji yfir okkur á undan tölvukerfunum....

hjálpi okkur allir heilagir!

Engin ummæli: