sunnudagur, ágúst 07, 2005

vika eftir af fríinu mínu. tilhugsunin vekur undarlega söknuðartilfinningu fram í tímann. ég sakna frísins sem ég er ennþá í. ekki það að vinnan mín er svosem ósköp fín, sérstaklega fyrir áramót, en frí eru skemmtilegri.
hvaða störf gæti ég fundið mér sem veittu mér svigrúm til þess að vinna heima hjá mér á mínu eigin tímaplani? ég er nefnilega vampírutýpan. vinn mun betur á næturna heldur en snemma dags. gæti auðveldlega unnið á kvöldin eftir að börnin eru sofnuð. geri það meira að segja þegar þannig verkefni liggja fyrir s.s. semja próf, fara yfir ritgerðir og þessháttar.
hvaða fólk vinnur heima hjá sér?... rithöfundar, mmm...hljómar vel en ég veit ekki hvort ég hef það sem þarf. hvað er annars það sem þarf?
úff, mig langar að vinna við að skrifa og búa til dót og hugmyndir og fá fullt fullt af peningum fyrir það.

en mér dettur ekkert í hug.......

Engin ummæli: