jón gnarr er farinn að fara í taugarnar á mér. allir siðapostular gera það.
and now to something completely different....
ég er alltaf að reyna að hætta að éta nammi og drekka gos á virkum dögum. ég finn mér samt alltaf afsökun fyrir að gera það ,,bara í dag" og svo finnst mér ég vera fáviti.
en ég syndi fimmhundruð metra á hverjum virkum degi, geri aðrir betur. og af því er ég stolt. svo stolt að ég fæ mér nammi í tilefni dagsins.
barf.
mér er farið að líða eins og hafnarfirði. ég er full af hringtorgum. ég er ekki fyrr komin af stað í eitthvað en ég kem að hringtorgi og þarf að velja hvaða útgang ég ætla að nota. hver útgangur kemur mér svo á sitthvorn staðinn í lífinu. núna er ég einmitt á leið inná eitt slíkt torg. ég get ómögulega valið hvar ég á að beygja...
hvort er betra að vera sáttur við það sem er þegar fínt og ágætt og gæti orðið þannig um ókomin ár, fínt og ágætt alltaf eins, eða taka sénsinn, stökkva út í djúpu laugina og sjá hvað setur, prófa eitthvað nýtt og óþekkt og hrista upp í hlutunum?
ég er heimaskítsmát.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli