fimmtudagur, október 13, 2005

konur sem eru pirraðar og fúlar á móti þegar þær eru berrassaðar í sturtuklefum sundlauga eru asnalegar. það er asnalegt að vera pirraður og berrassaður á sama tíma. og það á við um karla líka, ég var bara svo ung þegar ég fór í karlaklefann síðast að ég get ekki sagt að ég muni eftir því.
sem minnir mig á það... mig langar stundum að valsa inn í karlaklefann þegar ég er í sundi. ekki til að sjá berrassaða karla heldur bara vegna þess að það er bannað. mér finnst svo óþægilegt að horfa á þennan inngang þar sem helmingur mannkynsins má fara inn og út að eigin vild, en mega ekki sjálf kíkja smá, hvað þá meira. mig langar líka svo mikið að fá að bera saman... labba um og benda í allar áttir. ,,hey! af hverju eruð þið með svona?" ,,hva? eruð þið ekki með blásara?"... og svona gaman.
ef búningsklefarnir í sundi hefðu einfaldlega alltaf verið sameiginlegir fyndist okkur sennilega ekkert skrýtið að fara öll í sturtu saman. þá væri líklega minna um útlendinga í laugunum. sökum spéhræðslu sko, ekkert að útlendingum þannig lagað, enda á ég einn og tvo hálfa heima hjá mér og get lítt kvartað.

hér með legg ég til að aðskilnaðarstefnu sundlauga og íþróttahúsa verði útrýmt og kynjaaðskilnaðarmúrinn verði brotinn niður á milli klefanna.
niður með spéhræðsluna!

ps. nú skipa ég eins og ljúfa: kvittaðu ef þú lest mig.

Engin ummæli: