ég er þreytt.
þreytt á að halda uppi heimili ein
þreytt á að vera vakin á næturnar og eldsnemma á morgnana
þreytt á að þurfa að fara snemma að sofa
þreytt á að eiga aldrei pening
þreytt á að finna upp eitthvað í matinn
þreytt á að útbúa matinn
þreytt á að gera hreint
þreytt á að vera alltaf að gera sömu hlutina
þreytt á að hafa engan drifkraft eða hugmyndaflug
þreytt á að fara út í kuldann á morgnana
þreytt á að vera kalt á tánum á kvöldin
þreytt á veðrinu
þreytt á sumu fólki í vinnunni minni
þreytt á hafa engin spennandi verkefni fyrir stafni
þreytt á að vera alltaf í sömu gömlu fötunum
þreytt á að nenna aldrei neinu
þreytt á að hugsa um skuldir og skuldbindingar
þreytt á að finnast ég vera of þung og slöpp og drusluleg
þreytt á að plokka á mér augabrúnirnar og raka mig
þreytt á að hugsa um að hreyfa mig og borða hollt
þreytt á að hafa áhyggjur af því að eldast
þreytt á að bera ábyrgð á öðrum
þreytt á því að vita ekkert hvað ég á að læra meira og gera meira
þreytt á að flytja
þreytt á að vera kyrr
þreytt á að vera þreytt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli