fimmtudagur, október 20, 2005

og er nú ritgerða og prófavertíð runnin upp. verða rauðir pennar spændir upp við leiðréttinga og yfirferðastörf. mér þykja rauðir pennar skemmtilegir.
ég nota þá óspart til að fara yfir félagsfræðiritgerðir og þá krota ég í hverja einustu stafsetningarvillu sem ég rekst á. einhverjum gæti þótt það fasistalegar aðferðir þar sem ég sé ekki um íslenskukennslu en ég lít á það þannig að með þessu er ég að benda þeim á allt sem þau eru að gera vitlaust (dreg þó að sjálfsögðu ekki niður fyrir stafsetningarvillur en þó hefur lélegur frágangur og kæruleysi áhrif á einkunn). þegar fólk fær félagsfræðiritgerðir í hausinn sem eru allar útkrotaðar vegna lélegrar íslensku eða stafsetningar ætti það að sýna þeim að þörf er á úrbótum. ég er nefnilega ein af þessu fólki sem hefur gaman af tungumálinu og hef gaman af að nota það en fæ illt í beinin þegar farið er illa með það (eins og ég hef örugglega áður sagt).
bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi hef ég rekist á ófáa íslenskuaulabárðana sem tala ósköp ágætlega en skrifa eins og fíbbl. mér er sagt að grunnskólakennarar efri bekkja séu núna komnir með einhverja reglufóbíu og forðist að kenna krökkunum ,,hardcore" (harðkjarna) reglur en séu meira í því að reyna að láta upplýsingarnar meltast inn í skallan á krökkunum í gegnum leik og störf.... svo kann þetta lið ekki að stafsetja nokkurn skapaðan hlut þegar þeim er skilað út í samfélagið vegna þess að skólakerfið er orðið of tilfinningavænt og manneskjulegt fyrir utanbókarlærdóm og reglur.
ég segi nú bara fyrir sjálfa mig að það eina sem ég man úr grunnskóla eru fjandans reglurnar sem ég tróð inn í hausinn á mér með því að endurtaka aftur og aftur.

einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn. ap,jún, sept, nóv, 30 hver, einn til hinir kjósa sér, febrúar tvenna fjórtán ber. annar fáeinir enginn neinn, ýmis báðir sérhver, hvorugur sumir hver og einn, hvor og nokkur einhver. annar hver, annar hvor, annar tveggja, hvor tveggja.

jæja, best að hætta þessu nöldri

Engin ummæli: