í gærkveldi þar sem ég lá í rúminu mínu stóra og mikla og tómlega datt mér eitthvað stórsniðugt í hug til að blogga um í dag. svo hugsaði ég með mér að það væri nú sniðugt að skrifa hugmyndirnar hjá mér til að muna þær í dag. en nennti ekki framúr. og nú man ég ómögulega hvað þetta sniðuga var sem ég ætlaði að skrifa.
nema hvað... síðburður minn sem ráfar nú í kringum mig með hárið í hnút, hor og tár flæðandi um allt og einstaklega beinaborandi vælutón yfir einhverjum fjandans bláum plastketti úr kexpakka sem hún heimtaði af ákafa að ég klippti í sundur áðan en vill nú fá hann aftur í samt lag, er ekki að hjálpa mér mikið við að muna góðu hugmyndina. frekar mætti segja að hún væri að pynta heilasellur mínar og steikja þær á pönnu. eina í einu.
barn til sölu. fæst ódýrt.
já og svo langar mig til að þakka ykkur kæru gestir fyrir að sýna mér þann einstaka heiður að kíkja hingað inn af og til, það er ekkert nema unaður fyrir sálartetrið þegar einhver hefur gaman af. (ef einhverjir eru ósýnilegir þá þakka ég þeim líka)
farin að leika aðframkomna yfirgefna móður með tvö börn og heimili...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli