sit hér sveitt við einkunnaskil og prófaundirbúning. allt þarf að vera tilbúið fyrir brottför á þriðjudaginn. kona lifandi hvað ég er með mörg fiðrildi í maganum, enda langt síðan ég fór til útlanda síðast (á minn mælikvarða). það á sennilega eftir að líða yfir mig þegar ég stíg inná keflavíkurflugvöll með flugmiða í sveittri lúkunni.
liðið úti er víst voða mikið að plana partý og læti næstu helgi til að fagna veru okkar í bænum. alltaf gaman að vera ástæðan fyrir partýum.
nú get ég ekki lengur sofnað á kveldin því heilinn á mér snýst í hringi þar sem ég ligg og hugsa um allt sem mig langar til að gera og alla staðina sem mig langar að fara á í þessa fáu daga sem við verðum úti. ég reyni samt að róa mig með því að rifja upp hvernig mér hefur einhvernvegin aldrei tekist að gera allt það sem ég ætla að gera þegar ég er í mexíkó... en slatta mun ég samt gera í þetta sinn, enda barnlaus og frjáls.
ég hef varla svo mikið sem prumpað barnlaus síðustu rúmu tíu árin, nema kannski í einhverja staka sólarhringa þegar ég hef fengið næturpössun til að drekka áfengi og éta af hlaðborðum og svoleiðis... sannarlega kominn tími til að snúa sólarhringnum í hringi eins og barnlausa fólkið í fríi getur gert. jahú!
djöfull á ég annars eftir að vera þreytt þegar ég kem heim. kannski væri gáfulegast og viturlegast og forsjálast og ábyrgast af mér að slappa bara af og reyna frekar að hvíla mig í fríinu. eða ekki. hvíla mig minn rass. minn rass þarf ekkert á hvíld að halda, ég er alveg að verða í níu daga frjáls eins og fuglinn er frjáls og ég skemmti mér éééég er frjáls....
ekki það að ég á svosem eftir að sakna þessara litlu skratta. en ekkert og ég endurtek ekkert getur fengið mig til þess að fá samviskubit yfir því að skilja þau eftir í öruggum höndum fólksins sem tókst að búa til jafn frábæran aðila og ég sjálf er....og systur aðilans sem er ansi hreint frábær líka. aðeins öðruvísi en ég, en frábær samt. hehe.
á morgun þarf ég að láta nemana í próf, fara yfir prófin, skila einkunnum, fara í bankann, koma öllum græjum heim til foreldranna ásamt lista yfir tómstundir frumburðarins, fara með þann hinn sama í sinn fyrsta tannréttingatíma, hringja á nokkra staði og pakka niður.
er von að ég sé hætt að sofa?
sunnudagur, janúar 29, 2006
þriðjudagur, janúar 24, 2006
mátunarklefar fataverslana eru grimmir illgjarnir vondir og hættulegir. ég get ekki skilið hvaða sálfræði er að baki þeirri hönnun sem virðist vera allsráðandi í þessum skúmaskotum, en það hlýtur að vera einhver þar sem búðir eiga víst allar að vera úthugsaðar og spögulíseraðar með þeim tilgangi að fá grunlausa vegfarendur til að kaupa sem mest og sem dýrast.
mér þætti gaman að fá að heyra frá þeim sem datt í hug að útbúa mátunarklefa allra fatabúða landsins þannig að fólk fái sjokk við að sjá sjálft sig fölt á litinn, með bauga undir augum, hrukkur í andlitinu og appelsínuhúð hreinlega allstaðar. eins og það sé á það bætandi eftir að litla útlitsdýrkandi sálin kemst að því að buxurnar í venjulegu stærðinni passa engan veginn.
það er ekki hollt fyrir viðkvæm sálartetur að sjá líkamann sinn eins og illa vafða rúllupylsu í of þröngum gallabuxum og illa hönnuðum toppi sem kreistir upphandleggina í allar áttir, og hvað þá í þessari djöfulsins tannlæknabirtu sem lætur allt líta út fyrir að vera enn ljótara en það er í eðlilegu ljósi.
það hefur komið fyrir mig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að ég fer óð og uppvæg inn í fataverslanir, finn föt sem mér þykja falleg og á viðráðanlegu verði, storma inn í mátunarklefann með fínan bunka af dóti en enda á því að passa ekki í neitt af því sem ég tók með mér og með stórt stórt sár í hjartanu eftir að hafa séð sjálfa mig á nærbuxunum í mátunarklefanum. svo hef ég farið út döpur, sár og leið og fengið mér að borða eitthvað sem er alls ekki á listanum hjá heilbrigðisfanatíkusum.
þegar einhver opnar búð þar sem fötin eru það vel hönnuð að ég passi í mínar stærðir, er ekki of dýr og mátunarklefarnir bjóða uppá dimmer, þá skal ég verða fastur viðskiptavinur þar. amk á útsölum (kaupi nefnilega eiginlega bara föt á útsölum...ehe)
mér þætti gaman að fá að heyra frá þeim sem datt í hug að útbúa mátunarklefa allra fatabúða landsins þannig að fólk fái sjokk við að sjá sjálft sig fölt á litinn, með bauga undir augum, hrukkur í andlitinu og appelsínuhúð hreinlega allstaðar. eins og það sé á það bætandi eftir að litla útlitsdýrkandi sálin kemst að því að buxurnar í venjulegu stærðinni passa engan veginn.
það er ekki hollt fyrir viðkvæm sálartetur að sjá líkamann sinn eins og illa vafða rúllupylsu í of þröngum gallabuxum og illa hönnuðum toppi sem kreistir upphandleggina í allar áttir, og hvað þá í þessari djöfulsins tannlæknabirtu sem lætur allt líta út fyrir að vera enn ljótara en það er í eðlilegu ljósi.
það hefur komið fyrir mig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að ég fer óð og uppvæg inn í fataverslanir, finn föt sem mér þykja falleg og á viðráðanlegu verði, storma inn í mátunarklefann með fínan bunka af dóti en enda á því að passa ekki í neitt af því sem ég tók með mér og með stórt stórt sár í hjartanu eftir að hafa séð sjálfa mig á nærbuxunum í mátunarklefanum. svo hef ég farið út döpur, sár og leið og fengið mér að borða eitthvað sem er alls ekki á listanum hjá heilbrigðisfanatíkusum.
þegar einhver opnar búð þar sem fötin eru það vel hönnuð að ég passi í mínar stærðir, er ekki of dýr og mátunarklefarnir bjóða uppá dimmer, þá skal ég verða fastur viðskiptavinur þar. amk á útsölum (kaupi nefnilega eiginlega bara föt á útsölum...ehe)
mánudagur, janúar 23, 2006
You scored as Peter Pan. Your alter ego is Peter Pan. You are a child at heart. Anything you believe is possible, and you never want to grow up. |
Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com
jamm...mánudagur og ákveðinn skortur á heilastarfsemi hér á ferð.
rétt rúm vika í brottför. jahú.
drasl heima hjá mér. maður að fara að koma að skoða. hann talar ensku.
þriggja ára barn sparkar í mig á næturnar. laumast uppí þegar ég er meðvitundarlaus og misnotar aðstöðuna. á hverri nóttu. vakna iðulega með hæl á milli rifbeina, fíngerðan hárlubba í andlitinu og utanaðkomandi handleggi yfir mér. illa sofin.
verð að kenna spænsku. man ekki muninn á beinu og óbeinu andlagi og gæti ekki svarað ef einhver spyr. lásí kennari. langar að sofa.
ég skil ekki hvaða lúða datt í hug að líkja mér við pétur pan...huh... mér líður frekar eins og hringjaranum í notre dame um áttrætt.
barf
fimmtudagur, janúar 19, 2006
þar sem við hjónaleysur stóðum með sitthvorn tannburstan í skoltunum fyrir framan baðherbergisspegilinn í morgun kom síðburður okkar galandi niður stigann til þess að tilkynna okkur að það væri einhver úti.
við hváðum á frekar tannkremsfullan hátt án þess að taka mikið mark á ábendingunni þar sem ekkert hafði heyrst í stórfenglegu ljónadyrabjöllunni.
sú stutta hætti ekki að tönlast á gestinum þar til ég stakk höfðinu upp á efri hæðina og sá þá í gegnum útidyrahurðarglerið móta fyrir hávaxinni mannveru sem stóð þar grafkyrr. mitt fjölhæfa ímyndunarafl fór á fullt og ég greip til gömlu góðu myrkfælninnar sem hefur fylgt mér alla mína hunds og kattartíð. og þorði ekki til dyra.
þá kom matsjóinn minn upp til að ganga úr skugga um þetta furðufyrirbæri og gott ef ég sá ekki örla á smá smeykelsi í augum hans líka þar sem hann óð til dyra.
fyrir utan stóð hávaxinn grannur maður í svartri hempu. hann reyndist vera argentískur kaþólskur trúboðaprestur sem við reyndar þekkjum bæði og hann hafði semsagt bara staðið þarna þolinmóður eftir að hafa togað í tunguna á ljóninu sem greinilega er eitthvað að gefa sig. (dyrabjallan sko)
nema hvað, hann var semsagt boðinn velkominn eftir að tannkreminu hafði verið spýtt í nærliggjandi vask og honum boðið uppá kaffisopa.
tilgang heimsóknarinnar skildi ég ekki þá og skil ekki enn, en þarna fór morgunn okkar sem átti að verða svo próduktívur í að hlusta á manninn útskýra fyrir okkur heimspekileg rök fyrir tilvist guðs og ójarðnesk röksemdafærsla fyrir því að við hreinlega verðum að gifta okkur og láta skíra börnin okkar.
það er víst ekkert vinsælt í himnaríki að búa í svona syndabæli eins og við virðumst gera.
þegar hann fór útí útskýringarnar á því af hverju kaþólska kirkjan er í raun og veru mjög kvenvænleg fór ég eiginlega bara að glotta. en raunin virðist vera sú að það hafi verið djöfullinn sem vildi spilla fyrir fullkominni og heilagri sköpun guðs með því að hvísla því að konum að konur og menn ættu að vera eins og jöfn að öllu leyti en þá skapast víst einhver órói sem kemur upp á milli karla og kvenna og veldur hjónaskilnuðum, svona svipað og hann gerði í eden, enda eva og allar konur auðtældar.
má bjóða einhverjum morgunprest?
við hváðum á frekar tannkremsfullan hátt án þess að taka mikið mark á ábendingunni þar sem ekkert hafði heyrst í stórfenglegu ljónadyrabjöllunni.
sú stutta hætti ekki að tönlast á gestinum þar til ég stakk höfðinu upp á efri hæðina og sá þá í gegnum útidyrahurðarglerið móta fyrir hávaxinni mannveru sem stóð þar grafkyrr. mitt fjölhæfa ímyndunarafl fór á fullt og ég greip til gömlu góðu myrkfælninnar sem hefur fylgt mér alla mína hunds og kattartíð. og þorði ekki til dyra.
þá kom matsjóinn minn upp til að ganga úr skugga um þetta furðufyrirbæri og gott ef ég sá ekki örla á smá smeykelsi í augum hans líka þar sem hann óð til dyra.
fyrir utan stóð hávaxinn grannur maður í svartri hempu. hann reyndist vera argentískur kaþólskur trúboðaprestur sem við reyndar þekkjum bæði og hann hafði semsagt bara staðið þarna þolinmóður eftir að hafa togað í tunguna á ljóninu sem greinilega er eitthvað að gefa sig. (dyrabjallan sko)
nema hvað, hann var semsagt boðinn velkominn eftir að tannkreminu hafði verið spýtt í nærliggjandi vask og honum boðið uppá kaffisopa.
tilgang heimsóknarinnar skildi ég ekki þá og skil ekki enn, en þarna fór morgunn okkar sem átti að verða svo próduktívur í að hlusta á manninn útskýra fyrir okkur heimspekileg rök fyrir tilvist guðs og ójarðnesk röksemdafærsla fyrir því að við hreinlega verðum að gifta okkur og láta skíra börnin okkar.
það er víst ekkert vinsælt í himnaríki að búa í svona syndabæli eins og við virðumst gera.
þegar hann fór útí útskýringarnar á því af hverju kaþólska kirkjan er í raun og veru mjög kvenvænleg fór ég eiginlega bara að glotta. en raunin virðist vera sú að það hafi verið djöfullinn sem vildi spilla fyrir fullkominni og heilagri sköpun guðs með því að hvísla því að konum að konur og menn ættu að vera eins og jöfn að öllu leyti en þá skapast víst einhver órói sem kemur upp á milli karla og kvenna og veldur hjónaskilnuðum, svona svipað og hann gerði í eden, enda eva og allar konur auðtældar.
má bjóða einhverjum morgunprest?
mánudagur, janúar 16, 2006
hananú, þá er tækið komið í samband og farið að virka aftur. magnað hvað við erum flest orðin háð þessari uppfinningu, rafmagninu. nú og hvað þá tölvunni. og þá skulum við ekki einusinni minnast á bílinn. eða símann.
nú er jafnvel svo komið að fólk er farið að rústa sumarbústaðarferðum (sem samkvæmt mínum skilningi voru upprunalega hugsaðar til að fá hvíld frá amstrinu), með því að fylla þá af rafmagnsgræjum, sjónvörpum, dvd spilurum, playstation og svo eru auðvitað allir með símann á sér, einn í hverjum buxnavasa eða veski.
þegar ég hugsa útí það þá þykir mér ástandið eiginlega hreint út sagt hrikalegt. mætti ekki flokka þetta undir hástig firringarinnar? við erum algerlega búin að týna úr hversdagsleikanum allri tilfinningu fyrir upprunanum, náttúrunni, landinu sem er undir húsunum og malbikinu sem við skelltum ofaná það alveg sjálf. við megum svosem eiga það að við hér á skerinu erum mörg hver dugleg við að rækta náttúruunnandann í okkur með því að skapa okkur náttúrutengd áhugamál. stundum reyndar bara í straujaðri golfvallanáttúru, en náttúru þó.
það að náttúran sé áhugamál er samt gott merki um að við búum ekki í henni. við förum útí hana við sérstök tækifæri. við leitum hana uppi. hún býr ekki hér.
magnaður andskoti.
segi ég og skrifa á fartölvuna mína þar sem ég sit í upplýstri og upphitaðri skólastofu í steyptu húsnæði ofaná þeim kafla malbiksins sem gárungar kusu að nefna faxafen í höfuðið á dýri og náttúrufyrirbæri.
nú er jafnvel svo komið að fólk er farið að rústa sumarbústaðarferðum (sem samkvæmt mínum skilningi voru upprunalega hugsaðar til að fá hvíld frá amstrinu), með því að fylla þá af rafmagnsgræjum, sjónvörpum, dvd spilurum, playstation og svo eru auðvitað allir með símann á sér, einn í hverjum buxnavasa eða veski.
þegar ég hugsa útí það þá þykir mér ástandið eiginlega hreint út sagt hrikalegt. mætti ekki flokka þetta undir hástig firringarinnar? við erum algerlega búin að týna úr hversdagsleikanum allri tilfinningu fyrir upprunanum, náttúrunni, landinu sem er undir húsunum og malbikinu sem við skelltum ofaná það alveg sjálf. við megum svosem eiga það að við hér á skerinu erum mörg hver dugleg við að rækta náttúruunnandann í okkur með því að skapa okkur náttúrutengd áhugamál. stundum reyndar bara í straujaðri golfvallanáttúru, en náttúru þó.
það að náttúran sé áhugamál er samt gott merki um að við búum ekki í henni. við förum útí hana við sérstök tækifæri. við leitum hana uppi. hún býr ekki hér.
magnaður andskoti.
segi ég og skrifa á fartölvuna mína þar sem ég sit í upplýstri og upphitaðri skólastofu í steyptu húsnæði ofaná þeim kafla malbiksins sem gárungar kusu að nefna faxafen í höfuðið á dýri og náttúrufyrirbæri.
fimmtudagur, janúar 12, 2006
hryssan mun ríða úr landi hinn síðasta dag núverandi mánaðar og mun hún eyða heilum 9 dögum í landinu þar sem menn ganga um með yfirvaraskegg, stóra hatta og tequilaflöskur. ég get ekki sagt að ég sé vön svona stuttum ferðalögum svona langt, en skyldan kallar blóðið til skyldunnar eða eitthvað. svo á ég eiginlega bara skilið líka að skreppa þar sem ég hef nú eytt tveimur og hálfu ári á þessari eyju án þess að svo mikið sem dýfa tá útfyrir landsteinana. hef ekki einusinni vaðið í sjónum í nauthólsvík. sem minnir mig á það...hvað varð um heita lækinn?
en semsagt... nú skal haldið af landi brott. afkvæmin verða geymd hjá náriðlinum honum bróður mínum (þetta hljómaði hálf ógeðslega), og foreldrum okkar til skiptis og er það vel. þau munu hafa það gott og hef ég ekki áhyggjur af því.
ég hef hinsvegar meiri áhyggjur af því að þar sem ég er orðin svona ferðalagaryðguð finn ég einhverstaðar innra með mér fyrir ákveðinni hræðslu við að fljúga. eins og ég var köld, svöl og yfirveguð hér á mínum yngri árum er eins og hafi færst yfir mig einhver hamfaraáhyggjuslikja sem ég hika ekki við að tengja aldrinum og elliglöpum mínum eigins.
nema hvað, miðarnir hafa verið keyptir og ég fer samt samt samt.
og hananú.
en semsagt... nú skal haldið af landi brott. afkvæmin verða geymd hjá náriðlinum honum bróður mínum (þetta hljómaði hálf ógeðslega), og foreldrum okkar til skiptis og er það vel. þau munu hafa það gott og hef ég ekki áhyggjur af því.
ég hef hinsvegar meiri áhyggjur af því að þar sem ég er orðin svona ferðalagaryðguð finn ég einhverstaðar innra með mér fyrir ákveðinni hræðslu við að fljúga. eins og ég var köld, svöl og yfirveguð hér á mínum yngri árum er eins og hafi færst yfir mig einhver hamfaraáhyggjuslikja sem ég hika ekki við að tengja aldrinum og elliglöpum mínum eigins.
nema hvað, miðarnir hafa verið keyptir og ég fer samt samt samt.
og hananú.
mánudagur, janúar 09, 2006
fór í partý á laugardaginn. svosem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta var partý með arabísku þema. liðið mætti skemmtilega uppstrílað og svei mér þá ef ekki hefði verið fyrir ljósu húðina og bláu augun hefði stór hluti gesta hreinlega getað verið frá einhverju arabalandanna.
núnú, við fengum að sjálfsögðu arabískan mat eldaðan af manni frá sýrlandi sem er víst að opna veitingastað þar sem heitir í dag kaffi puccini við hliðina á núðluhúsinu niðri í bæ, rooosalega góður matur og gaman að sitja á gólfinu við lág borð og eta með brauði og guðsgöfflunum. eini gallinn er sá að makinn minn sem ekki fór með hefur varla getað nálgast mig síðan sökum hvítlauskfnyks... en það var samt alveg þess virði því þetta var svo góður matur.
og svo kom magadansmær mjúk og fögur sem hristi sig fyrir okkur og kenndi okkur smá hristing. voða gaman.
nú og svo var sungið, drukkið, dansað og fleira sem er engan veginn í frásögur færandi.
það sem ég ætla að færa í frásögur er heimferðin. gerði ég það að gamni mínu að rölta ein heim um klukkan þrjú á aðfaranótt sunnudags. rölti ég niður rúmlega hálfan laugaveg klædd í serk frá marokkó með palestínuslæðu bundna á mjög arabískan hátt um höfuðið þannig að hann huldi hár mitt til heiðurs allah og ég var eiginlega bara öll voða arabísk í útliti, svartmáluð augu og svona. til að gera venjulega sögu aðeins styttri lenti ég semsagt tvisvar í því á þessari stuttu leið að yrt var á mig eingöngu sökum þess að ég leit út fyrir að vera arabi. í fyrra skiptið vatt sér að mér pissufullur ljóshærður gaur og með nef sitt of nálægt mínu nefi drafaði hann ,,salam aleikum". ,,aleikum asalam" svaraði ég og hélt mína leið með brennivínsfýluna af gaurnum fasta í nösunum og persónulegt rými mitt brákað.
þar sem ég var komin neðar á laugaveg gekk ég framhjá öðrum ljóshærðum slána sem horfði voða skítalabbaglottslega á mig og um leið og ég kom framhjá honum og vini hans heyrði ég hann segja hátt og skýrt ,,sjáiði, þarna er múslimi" (í tóntegund sem var allt annað en vingjarnleg).
mér var hreinlega hætt að standa á sama, og leyfist mér að taka fram að það var tiltölulega fátt fólk á ferðinni á þessari leið sem ég fór en samt tókst mér að lenda í tveimur án þess að horfa eða yrða sjálf á neinn.
hvað er málið?
núnú, við fengum að sjálfsögðu arabískan mat eldaðan af manni frá sýrlandi sem er víst að opna veitingastað þar sem heitir í dag kaffi puccini við hliðina á núðluhúsinu niðri í bæ, rooosalega góður matur og gaman að sitja á gólfinu við lág borð og eta með brauði og guðsgöfflunum. eini gallinn er sá að makinn minn sem ekki fór með hefur varla getað nálgast mig síðan sökum hvítlauskfnyks... en það var samt alveg þess virði því þetta var svo góður matur.
og svo kom magadansmær mjúk og fögur sem hristi sig fyrir okkur og kenndi okkur smá hristing. voða gaman.
nú og svo var sungið, drukkið, dansað og fleira sem er engan veginn í frásögur færandi.
það sem ég ætla að færa í frásögur er heimferðin. gerði ég það að gamni mínu að rölta ein heim um klukkan þrjú á aðfaranótt sunnudags. rölti ég niður rúmlega hálfan laugaveg klædd í serk frá marokkó með palestínuslæðu bundna á mjög arabískan hátt um höfuðið þannig að hann huldi hár mitt til heiðurs allah og ég var eiginlega bara öll voða arabísk í útliti, svartmáluð augu og svona. til að gera venjulega sögu aðeins styttri lenti ég semsagt tvisvar í því á þessari stuttu leið að yrt var á mig eingöngu sökum þess að ég leit út fyrir að vera arabi. í fyrra skiptið vatt sér að mér pissufullur ljóshærður gaur og með nef sitt of nálægt mínu nefi drafaði hann ,,salam aleikum". ,,aleikum asalam" svaraði ég og hélt mína leið með brennivínsfýluna af gaurnum fasta í nösunum og persónulegt rými mitt brákað.
þar sem ég var komin neðar á laugaveg gekk ég framhjá öðrum ljóshærðum slána sem horfði voða skítalabbaglottslega á mig og um leið og ég kom framhjá honum og vini hans heyrði ég hann segja hátt og skýrt ,,sjáiði, þarna er múslimi" (í tóntegund sem var allt annað en vingjarnleg).
mér var hreinlega hætt að standa á sama, og leyfist mér að taka fram að það var tiltölulega fátt fólk á ferðinni á þessari leið sem ég fór en samt tókst mér að lenda í tveimur án þess að horfa eða yrða sjálf á neinn.
hvað er málið?
fimmtudagur, janúar 05, 2006
allt í einu eitthvað svo mikið að gera. samt svo rólegt eitthvað. það er aðallega þetta með að vakna á morgnanna. góður vinnutími hjá mér reyndar. það hjálpar.
í gær var ég að leyfa nemunum mínum að horfa á spænska bíómynd, svona til að hressa uppá hlustunina og menningarlega þáttinn hjá þeim. varð fyrir valinu nýjasta mynd leikstjórans pedro almodovar en hún heitir la mala educacion, eða bad education á ensku eða slæma menntunin á ilhíra. (djók)
sátum við börnin saman í kennslustofunni áhugasöm og ánægð yfir myndinni þar sem hún rúllaði í gegn fyrir framan nef okkar.
þangað til klæðskiptingurinn settist ofaná beinstífan sofandi æskuvininn og fullnægði sjálfum sér á hinum stífa.
ég er ekki frá því að ég hafi farið hjá mér og ég er ekki frá því að ég hafi séð stór augu og ýmiskonar glott hér og þar um stofuna í svolítinn tíma á eftir. ég er ekki heldur frá því að einhver glottandi hafi hvíslað ,,það er aldeilis, mín bara með hommaklám í tíma..." hinumegin í stofunni.
sem betur fer eru þau öll orðin sextán.
lexía dagsins... aldrei sýna krökkum bíómyndir sem þú hefur ekki horft á í langan tíma og manst ekki almennilega innihaldið.
í gær var ég að leyfa nemunum mínum að horfa á spænska bíómynd, svona til að hressa uppá hlustunina og menningarlega þáttinn hjá þeim. varð fyrir valinu nýjasta mynd leikstjórans pedro almodovar en hún heitir la mala educacion, eða bad education á ensku eða slæma menntunin á ilhíra. (djók)
sátum við börnin saman í kennslustofunni áhugasöm og ánægð yfir myndinni þar sem hún rúllaði í gegn fyrir framan nef okkar.
þangað til klæðskiptingurinn settist ofaná beinstífan sofandi æskuvininn og fullnægði sjálfum sér á hinum stífa.
ég er ekki frá því að ég hafi farið hjá mér og ég er ekki frá því að ég hafi séð stór augu og ýmiskonar glott hér og þar um stofuna í svolítinn tíma á eftir. ég er ekki heldur frá því að einhver glottandi hafi hvíslað ,,það er aldeilis, mín bara með hommaklám í tíma..." hinumegin í stofunni.
sem betur fer eru þau öll orðin sextán.
lexía dagsins... aldrei sýna krökkum bíómyndir sem þú hefur ekki horft á í langan tíma og manst ekki almennilega innihaldið.
sunnudagur, janúar 01, 2006
mjögsvo gleðilegt ár til ykkar allra.
gaman að segja ykkur frá því að það var gaman í gær.
eyddum áramótunum svo að segja í tveimur heimsálfum, fyrst íslensku heimsálfunni í faðmi blómálfadeildar, kaldhæðnisdeildar og fullu ameríkubrandaradeildar fjölskyldunnar og svo skruppum við yfir til sólarlanda þar sem var dansað og rössum dillað. íslenski maðurinn sem villtist inní það partý sagðist aldrei hafa lent í öðru eins en svo tímdi hann ekki að fara því það var svo gaman.
þar vorum við til rúmlega sex. vaknaði hálf þrjú. djöfull þarf ég að drífa mig í að snúa sólarhringnum réttsælis aftur.
nema hvað, ég svaf í einum rykk, enda síðburðurinn hjá ömmu sinni og afa, öllu stabílla fólki þegar kemur að háttatíma, og þegar ég fæ að sofa í heilum rykkjum dreymir mig oft og mikið.
í nótt dreymdi mig að ég var eitthvað voða mikið að þurrka af borðum og eitthvað rugl þegar ég hitti allar gömlu vinkonurnar mínar, þessar sko sem vita varla hvað blogg er. nema hvað, þær voru allar á leiðinni í einhverri voðalegri eftirvæntingu á námskeið í kjallaranum fyrir ofan þar sem ég var að þurrka af. og svo var þarna maður sem var einhverskonar námskeiðisstjóri og þar sem hann sá mig áhugasama bauð hann mér að taka þátt. ég þyrfti að fylla út eitthvað eyðublað á netinu og svara nokkrum spurningum (aðalspurningin var hvort ég hefði einhverntíman hitt kalla bjarna....(ædolstjörnu sko) hahahahahaha....) og ég ætti möguleika á að vinna einhver verðlaun sem fólu meðal annars í sér að hitta téðan kalla bjarna.
nema hvað, svo þegar ég spurði hann um hvað námskeiðið snérist annars svaraði hann mér voða íbúðarfullur, ábyrgðarfullur, íb...ha... (drap greinilega of margar heilasellur í nótt)... íbygginn...nei....ábúðarmikill...arg!, allavega var hann voða merkilegur á svipinn þegar hann svaraði mér að námskeiðið væri um fyrirbæri sem héti web-log. nú, er þetta bara blogg? spurði ég. mm..hmm...nja...eee... ja það má svosem kalla það það, svona gælunafni, svaraði hann (til að reyna að halda formlegheitunum). ooóóó... þetta er bara blogg, sagði ég. já þekkir þú það? spurði hann. já ég er meistarinn, svaraði ég.
og með því svari vaknaði ég inní nýtt ár....hahahahaha......
magnaður andskoti.
gaman að segja ykkur frá því að það var gaman í gær.
eyddum áramótunum svo að segja í tveimur heimsálfum, fyrst íslensku heimsálfunni í faðmi blómálfadeildar, kaldhæðnisdeildar og fullu ameríkubrandaradeildar fjölskyldunnar og svo skruppum við yfir til sólarlanda þar sem var dansað og rössum dillað. íslenski maðurinn sem villtist inní það partý sagðist aldrei hafa lent í öðru eins en svo tímdi hann ekki að fara því það var svo gaman.
þar vorum við til rúmlega sex. vaknaði hálf þrjú. djöfull þarf ég að drífa mig í að snúa sólarhringnum réttsælis aftur.
nema hvað, ég svaf í einum rykk, enda síðburðurinn hjá ömmu sinni og afa, öllu stabílla fólki þegar kemur að háttatíma, og þegar ég fæ að sofa í heilum rykkjum dreymir mig oft og mikið.
í nótt dreymdi mig að ég var eitthvað voða mikið að þurrka af borðum og eitthvað rugl þegar ég hitti allar gömlu vinkonurnar mínar, þessar sko sem vita varla hvað blogg er. nema hvað, þær voru allar á leiðinni í einhverri voðalegri eftirvæntingu á námskeið í kjallaranum fyrir ofan þar sem ég var að þurrka af. og svo var þarna maður sem var einhverskonar námskeiðisstjóri og þar sem hann sá mig áhugasama bauð hann mér að taka þátt. ég þyrfti að fylla út eitthvað eyðublað á netinu og svara nokkrum spurningum (aðalspurningin var hvort ég hefði einhverntíman hitt kalla bjarna....(ædolstjörnu sko) hahahahahaha....) og ég ætti möguleika á að vinna einhver verðlaun sem fólu meðal annars í sér að hitta téðan kalla bjarna.
nema hvað, svo þegar ég spurði hann um hvað námskeiðið snérist annars svaraði hann mér voða íbúðarfullur, ábyrgðarfullur, íb...ha... (drap greinilega of margar heilasellur í nótt)... íbygginn...nei....ábúðarmikill...arg!, allavega var hann voða merkilegur á svipinn þegar hann svaraði mér að námskeiðið væri um fyrirbæri sem héti web-log. nú, er þetta bara blogg? spurði ég. mm..hmm...nja...eee... ja það má svosem kalla það það, svona gælunafni, svaraði hann (til að reyna að halda formlegheitunum). ooóóó... þetta er bara blogg, sagði ég. já þekkir þú það? spurði hann. já ég er meistarinn, svaraði ég.
og með því svari vaknaði ég inní nýtt ár....hahahahaha......
magnaður andskoti.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)